Rigningartíð

Kæru bloggvinir

við höfum víst ekki átt skilið að fá fleiri sólardaga því það hefur rignt undanfarið. Maður er farinn að halda að það komi ekki meira sumar þetta árið. Frúin er nú samt ekki búin að pakka niður strandfötunum. Það er aldrei að vita, hvort það verði þörf á að nýta það eitthvað meira.

Auður var keyrð í útilegu á miðvikudaginn á bóndabæ, ekki langt hér frá. Hún var þar í góðu yfirlæti með öðrum krökkum og slatta af dýrum. Við sóttum hana aftur á föstudaginn, hún var alsæl, og vildi alls ekki koma heim. Henni fannst tóm vitleysa að við værum að sækja hana strax. Hún kynntist tveimur stelpum og ein af þeim býr hérna rétt hjá. Svo kannski geta þær eitthvað hist. Hún er orðin mjög spennt að byrja aftur í skólanum og hitta alla krakkana aftur. Hún er ótrúlega fyndin með þetta félagslega. Hún virtist vera alveg ófeimin í útilegunni, en þegar hún kom aftur heim vildi hún ekki fara og spyrja stelpurnar hér við hliðina á, hvort þær vildu leika. Hún hefur verið ansi þreytt um helgina og þurft að jafna sig á þessu öllu.

Krakkarnir voru að hlaupa hér á milli húsa í allan gærdag. Svo um 19:00 leytið kom strákur frá nágrannarnum og var að sækja bróðir sinn. VIð héldum að börnin væru öll hinu megin. Þau sögðust vera að fara þangað. En þau voru hvergi sjáanleg. Við fórum að leita út um allt og þau fundust á gangi rétt hjá einhverju leiksvæði í nágrenninu. Þau virtust nú skilja alvöruna í að fara án þess að segja frá því og hafa haldið sig heima við í dag.

VIð buðum gömlum nágrönnum okkar frá Tiset í kaffi í dag. Hann hjálpaði okkur voða mikið við að flytja. Það var mjög gaman að spjalla við þau. Þau er eun af þeim fáu sem við höfum haft einhver tengsl við. Næsta vika verður svo meira hversdagsleg. Auður byrjar í skólanum á þriðjudaginn og þá fer allt að verða komið í fastar skorður aftur. Hún er allavega farin að verða þreytt á að vera í fríi.

Jæja best að slaka á fyrir átök vikunnar.

Kveðja

Gramgengið


Bloggfærslur 7. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband