Og enn skín sólin

Kæru bloggvinir

það hefur verið hið besta veður hér síðustu viku. En nú er eitthvað að kólna, það er sennilega að hausta. Það er farið að verða fyrr dimmt á kvöldin, svo þetta er sennilega allt að skella á. En það er nú ekki við öðru að búast.

Dóttirin á heimilinu hafði á orði við kvöldmatinn að þetta hefði verið góð helgi. Í gær vorum við með kristna fólkinu allan daginn. Það var farið í leiki og auðvitað líka hlustað á Guðs orð. Það fór nú kannski eitthvað fyrir ofan garð og neðan. En börnin léku við aðra krakka og skemmtu sér hið besta. Við komum ekki heim fyrr en kl. 22 í gærkvöldi og börnin duttu út eins og skotin.

Svo í dag var farið á opið hús á sveitabæ. Það voru skoðaðar kýr og kálfar og traktorar. Þetta finnst börnunum alltaf mjög gaman. Við prófuðum að keyra með hestvagni. Það var mjög gaman að prófa. Við förum yfirleitt einu sinni á ári á svoleiðis. Oftast verður nú fyrir valinu að fara á kúabýli, en það væri kannsi sniðugt að skoða svínabú. En við sjáum til hvað við gerum næst. Það er svo svakalega vond lykt af svínaskítnum að maður leggur varla í það.

Á föstudaginn fór Ágúst heim með stelpu úr leikskólanum. Það var mikið stuð. Hann spilaði á flautu og hitt og þetta. Greinilega mjög spennandi. Svo er helgin bara búin og maður skilur ekki í því að maður nái ekki að koma meiru í verk. Alveg spurning að sleppa því að sofa, þá næði meður meiru. Ágúst vaknaði kl. 6 í gærmorgun og skildi ekkert í því að við vorum ekki ofurhress. Þau skilja svo auðvitað ekkert í því að þau eru geðveikt þreytt allan daginn.

Auður er orðin öruggari á hestbaki en vill nú ekkert fara mjög hratt ennþá. Við förum bara fetið enda er hesturinn sem hún er á, alveg ótrúlega latur og hreyfist nánast ekki úr stað. En það er kannski ágætt meðan hún er að læra þetta. Bóndinn fór með Ágúst í sund í vikunni og hann var svakalega ánægður með það. Það er engin stjórn á hlutunum og börnin eru alveg tjúlluð. En það virðist vera mjög erfitt að fá sjálfboðaliða til að vera með í þessu. En Ágúst er ekki svo viðkvæmur fyrir því. Hann djöflast bara eitthvað. Auður er mun viðkvæmari fyrir svona stjórnleysi.
Það er full vinna að hjálpa henni við heimalærdóminn. Maður fer nú að hafa áhyggjur af því hvernig þetta verður þegar hún verður eldri. En koma tímar, koma ráð.

Jæja best að fara að hirfa á sjónvarpið og reyna að slaka á.

Kveðja Gramgengið


Bloggfærslur 18. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband