Vika 5

Kæru bloggvinir

þá er vika 5 að renna sitt skeið. Vonandi að þær verði ekki fleiri en 8. Það er ekki víst að þolinmæði frúarinnar og geðheilsatil  bóndans haldi þetta út mikið lengur.

Hér er skítakuldi, en ekki frost, bara þessi ógeðslegi raki kuldi. Þeir eru að spá einhverjum vetri í næstu viku. Við sjáum til hvað verður mikið úr því.

Annars hefur allt verið með kyrrum kjörum hér þessa vikuna. Allt í föstum skorðum. Í gær keyrðum við í boltaland með börnin. Frúin er orðin ótrúlega spræk að fara upp og niður tröppurnar. Það krefst nú töluverðrar orku, svo hún hleypur nú ekkert svona að óþörfu.

Í morgun var svo vaknað snemma til að fara í eina búð sem var með tilboð á fötum fyrir krakkana. Þau eru nú annars orðin betri að sofa lengur um helgar. En það var ekki í boði í morgun. Ef maður ætlar að kaupa eitthvað á svona tilboðum, þá er um að gera að vera snemma á fótum. Það er ótrúlega fyndið, hvað voru komnir margir í búðina kl. 8;30 á sunnudagsmorgni. Það hefur örugglega verið komið fólk þegar búðin opnaði kl. 8. En við þurftum að keyra smá eftir þessu, svo við vorum ekki alveg komin á snerilinn svona snemma.

Það er von á Óla og Guðný og börnum. VIð höfum ekkert séð þau síðan fyrir jól. Auður getur varla beðið eftir að hitta Arndísi vinkonu sína. Það var meiningin að heimsækja þau milli jóla og nýárs, en fótbrot frúarinnar kom í veg fyrir það.

Við tókum okkur til og framkölluðum helling af myndum af krökkunum. Það er engin smá vinna að sortera þetta allt. En þetta er ágætlega á veg komið. Við erum komin ársins 2013.Þetta eru um 1200 myndir. Við erum bara búin að framkalla helminginn af þeim. Hitt er í vinnslu. Það er ágætt að fá þetta í smá skömmtum. Það er bara miklu skemmtilegra að hafa þetta í albúmi og Auði þykir rosalega gaman að skoða þetta.

Auður fékk að skipta um hest í reiðskólanum og síðast þorði hún að láta hana brokka. Það hefur hún ekki fengist til meðan hún var á hinum hestinum. Það er vonandi að þetta eigi eftir að hjálpa henni. Henni finnst þetta mjög gaman.

Svo er bara ein vika eftir í skóla núna og svo er vetrarfrí. Auður verður í fríi ala vikuna en Ágúst fer í leikskólann í nokkra daga. Hann er svo mikill félagsmálapúki að það þýðir ekkert að halda honum heima í heila viku, ef það er ekkert sérstakt prógramm. Við erum ekki að fara að gera neitt sérstakt. Etir tvær vikur fer frúin svo í skoðun á spítalanaum og vonandi lítur þetta vel út, svo hún megi fara að styðja eitthvað smávegis á fótinn og komast í vinnuna. Hún getur nú ekki keyrt til að byrja með, en það verður að finna einhverja lausn á því. Þeir eru orðnir þreyttir á að vanta manneskju í vinnunni.

Jæja ætli sé ekki best að fara að gera klárt fyrir gesti.

Kveðja

Gramgengið


Bloggfærslur 5. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband