Páskafrí

Kæru bloggvinir

hér er mikið að vera nóg að gera í páskafríinu. Við hjónakornin létum loksins verða af því að kaupa okkur nýja yfirdýnu á rúmið okkar. VIð keyptum notað rúm fyrir nokkrum árum. En yfirdýnan var hálfónýt. Það var ekkert smá skrýtið að fá nýja dýnu sem var í lagi. Þá fattar maður hversu léleg hin var orðin. Nú sefur maður bara eins og ungabarn.

Á fimmtudaginn var börnunum boðið í bíó. Þau hafa suðað um það lengi en við höfum alltaf sagt nei. Við fórum að sjá dýrin í Hálsaskógi. Það var voða gaman og mikil upplifun fyrir krakkana. Það voru ekki aðrir í bíó en við og ein önnur fjölskylda.

Á föstudaginn langa var okkur boðið í kaffi hjá kunningjum okkar. Það var nú svolítið fyndið að við höfum verið að leita að uppþvottavél, til að taka með okkur heim. Þau voru líka að leita að svoleiðis og höfðu meira að segja verið að bjóða í sömu vél og við. En við buðum hærra o við fórum því og náðum í hana seinnipartinn. Nú þurfum við bara að finna okkur þurrkara, þá ættum við að vera búin að græja okkur upp. Þetta er allt notað, en ef maður er heppin,getur þetta alveg endst eitthvað.

Við komumst að þvi um daginn að passinn hjá Gumma er runninn út. Þá eru nú góð ráð dýr. því áður höfum við getað fengið tímabundinn passa hjá sendiráðunum hér. En það er víst hætt og maður þarf að fara til Kaupmannahafnar. Það tekur mánuð að redda því, svo við verðum að finna einhverja einhverja aðra lausn á því. Kannski fær hann að fara með, af því við erum öll með gilda passa. VIð þurfum eitthvað að kanna það mál. Það er náttúrlega alveg fáránlegt að maður geti ekki lengur fengið einhvern stimpil. Það er alltaf verið að flækja hlutina eitthvað. Kannski getur hann líka sloppið af því við erum bara á one way ticket. Þeir verða sennilega bara fegnir að losna við okkur úr landi.

Í gær var farið út að hjóla. Ágúst er að reyna að hjóla án hjálpardekkja og við erum búin að taka annað dekkið af. Honum gengur bara nokkuð vel, svo það er planið að taka hitt af á eftir og sjá hvernig gengur. Hann er mun minna stirður en stórasystir hans. Við renndum líka til Óla og Guðnýjar. Rétt hjá þeim var opið hús á bóndabæ sem er bara með bara með kindur og við fórum að kíkja á lömbin. Það var líka verið að sýna hvernig maður spinnur ull og frúin fékk að prófa. Það verður nú víst ekki hennar framtíðarstarf. En gaman að prófa og sjá hvernig þetta er gert.

Í dag fór Auður að leika við gömlu vinkonu sína sem bjó á móti okkur í Tiset. Frúin og Ágúst fóru út að hjóla með vini sínum hér við hliðina. Við fórum að kíkja á dýrin og byggja eldstæði. Það var nú samt ekkert kveikt í. Það er gaman að sjá hvað þessum börnum dettur í hug.

Bóndinn er búinn að baka pönnsur og Ásta og Óli eru væntanleg í kaffi. Við keyptum danskt lambalæri og það er að marinerast í ísskápnum. Það verður nú einhver veisla. Við keyptum íslensk páskaegg í gegnum Íslendingafélag hér ekki mjög langt frá. Börnunum þykir þetta mikið sport. Þau voru send í svaka leit í morgun, að finna eggin.

Svo verður maður sennilega að reyna að taka því rólega á morgun og safna kröftum fyrir næstu törn. Það verður að fara að pakka meira niður og gera klárt fyrir flutning.

Gleðilega páska

Kveðja

Gramgengið 


Bloggfærslur 16. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband