Flutningar

Kæru bloggvinir

Þá kemur hér fyrsta bloggið frá nýja heimilinu okkar. Við erum búin að vera á fullu að flytja. Við tókum það mesta á fimmtudaginn, fengum góða hjálp frá nágranna og félögum. Þetta hafðist allt saman og svo fékk frúin hjálp til að þrífa kofann. Við urðum að sofa hjá vinum okkar á föstudagsnóttina, því það kom ekki vatn á íbúðina fyrr en á föstudaginn. Við létum nýja eigendur hafa lyklavöldin á föstudaginn. Það var nú voðalega skrýtið og mjög blendnar tilfinningar. En þetta hlýtur að venjast. Þau sem keyptu húsið voru mjög sátt og gátu flutt inn strax. Þegar við tókum við húsinu þurftum við að byrja á að þrífa og henda út ógeðslegum teppum. Það verður spennandi að sjá þegar þau eru búin að setja nýtt þak og gera það sem þau ætla að gera.

Í gær var svo brunað til Odense í afmæli til Arndísar. Það var mikið fjör að vanda. Þær stöllur hafa suðað lengi um að fá að gista saman og við ætlum að leyfa þeim það í sumarfríinu. Það verður eitthvað fjör. þær eru ansi uppátækjasamar.

Börnin hafa tekið því ótrúlega vel að flytja. Auður varð þó mjög leið þegar hún fann út að við gætum ekki haft Nonna með okkur. En bóndinn lofaði að hún fengi einhver smádýr þegar við værum flutt. Ætli það verði ekki endað á að kaupa naggrísi eða eitthvað svoleiðis.
VIð erum ekki búin að gera herbergin þeirra alveg tilbúin, en þau eru heldur ekki vön að sofa í sitt hvoru lagi. Auður virðist njóta þess vel og fer inn í herbergi og lokar að sér og sefur lengur á morgnana. Ágúst hefur hins vegar ekki alveg átt eins auðvelt með að venjast því að hafa herbergið fyrir sig. En vonandi lærir hann að njóta þess þegar það er liðinn smá tími.

Í morgun fór Ágúst strax á stjá og vildi fara til nágrannans og leika. Þeir eru saman í leikskólanum og eru búnir að hlaupa hér fram og tilbaka í allan dag. Auður lék sér líka við hann og líka við systir hans. Þau eru allavega 4 börn og Auður þekkir líka bróðir þeirra. Það væri vonandi að þetta gangi svona vel áfram. Það er enginn smá munur að þau hafi einhvern að leika sér við. VIð erum búin að setja borðstofuborðið inn í stofu til að byrja með. Það er varla hægt að borða því það er svo mikið sem hægt er að fylgjast með út um gluggann. Við búum jú niður í miðbæ! :)

Afmælisdegi frúarinnar var fagnað með því að taka upp úr kössum. Við erum varla búin að setjast niður í dag. VIð héldum þó smá afmæliskaffi. Börnunum fannst ekki annað hægt.

Bóndinn ætlar svo víst að vera límdur yfir fótboltanum í kvöld og frúin verður að lesa kveðjurnar á fésbókinni. Svo er bara ein vinnuvika áður en sumarfríið skellur á.

Baráttukveðjur úr stórborginni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband