Músagangur framhald

Kæru bloggvinir

hér hefur verið frekar kalt en mjög fallegt veður undanfarið. Það er frost en stillt veður og lítið rok. Það er nú sjaldgæft að það séu svona stillur hérna, svo við njótum þess bara. Þeir eru eitthvað að tala um að það hlýni aftur í næstu viku. Maður vonar bara að það verði ekki eitthvað hringl á þessu, að þetta haldi þá bara áfram svona

Færslan síðast hét víst músagangur, en svo gleymdi frúin að skrifa um það. Það er annþá músagangur í ruslaskápnum. Bómdinn er búinn að setja mismunandi mat í gildrurnar, og þær virðast bara hlæja að honum. Ýta gildrunum eitthvað til og narta í matinn, án þess að gildran smelli. Kannski eru þær fluttar eitthvað annað. Það er víst nóg af húsum að búa í. Húseigandinn er allavega ekki enn búinn að koma og kíkja á málið. Maður er bara feginn að þetta eru ekki rottur. Það er verra en músagreyin. Svo lengi sem þær koma ekki inn og eru bara í ruslaskápnum, þá er þetta í lagi. VIð gætum líka fengið lánaðan kött og sett hann í smá leit. Við sjáum hvað setur.

Í gær fékk Ágúst heimsókn frá vinkonu sinni af leikskólanum og Auður fór í annan bæ hérna rétt hjá og var að gera leikfimiæfingar allan daginn. Hún var mjög þreytt í fótunum í dag, en fannst mjög gaman, svo kannski maður leyfi henni að prófa. Hún hefur suðað um þeð lengi, en við höfum verið eitthvað treg við að leyfa henni það. Hún er ótrúlega lipur eins og móðir sín og á örugglega eftir að slasa sig á þessu. Henni fer mikið fram í að lesa og skrifa og líka á reiðnámskeiðinu. Hún er nú samt ennþá bara að fara fetið og hesturinn sem hún er á, nennir heldur ekki meiru, svo það er fínt. Hún heldur vonandi áfram að fá meiri og meiri kjark og kemst þá kannski á brokk einhvern daginn.AUður hefur alltaf farið sínar leiðir með allt og maður verður bara að bíða og sjá. VIð fórum í foreldraviðtal í skólanum hennar í vikunni. Hún er mjög duglég í skólanum. Situr að mestu kyrr og hlustar. Þegar hún kemur heim, getur hún svo hvorugt, en það er sennilega algengt. Kennararnir voru allavega bara mjög ánægðir með hana og auðvitað eru foreldrarnir þá líka ánægðir.

Ágúst hefur verið á einhverju voðalegu mótþróaskeiði undanfarið. En þó hann verði mjög pirraður er hann nú alltaf fljótur að verða góður aftur. Við ætlum að halda upp á afmælið hans næstu helgi. Það koma nú ekki margir, en við reynum að halda einhverja smá veislu allavega og svo fer hann með eitthvað góðgæti í leikskólann. Hann er voða mikill bóndi í sér, svo hann vill auðvitað taka köku með sér í leikskólann, ekkert sælgæti. Hann vill líka frekar borða kjöt og kartöflur, en grænmeti. Auður er alveg öfug.

Í dag er svo búið að fara og klappa geitum. Þær voru svo ágengar að Ágúst var næstum genginn niður. Það hoppaði ein geitin upp á hann og klóraði hann fyrir neðan augað. Þær geta verið mjög ágengar.

En jæja ætli sé ekki best að fara að koma börnunum í bað og í háttinn.

Kveðja fra Gramgenginu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband