Lipurtá

Kæru bloggvinir

það hefur verið fimbulkuldi hér í nokkra daga og við höfum fundið fyrir því að gluggarnir hér eru ekki mjög einangraðir. Eftir öll þessi ár í Danmörku kemur þetta svo sem ekki á óvart, en er nú frekar þreytandi. Eftir 15 stiga frost einn daginn rauk hitamælirinn upp á við aftur og svo hefur verið hlýrra síðustu daga. Frekar mikil skipti í veðrinu.

Frúin var skorin aftur á mánudag og það var sjálfur yfirlæknirinn sem gerði aðgerðina. Það virkar eins og honum hafi tekist betur til. Lýsingarnar í útskriftarbréfinu eru miður fallegar, Það hljómar eins og það hafi nánast ekki verið heilt bein eftir í fætinum. Frúin fékk að liggja þarna inni um nóttina, enda ekki mjög hress eftir svæfinguna. Á þriðjudeginum fékk hún svo að fara heim og sama dag fóru Helga og Kristín Júlía´líka heim. Það var nóg að gera hjá bóndanum þann daginn. Hann þarf örugglega að leggjast inn á heilsubælið eftir næstu 8 vikur. Frúin getur ekki mikið annað en að sitja á rassinum með löppina upp í loft. Hún kemst ekki út og er almennt til lítils gagns. Hann verður því að sinna öllu heimilishaldi. En hann er nú öflugur maður og reddar þessu nú örugglega eins og öðru.

Frúin hefur verið ansi þjökuð af verkjum í fætinum og þegar hún hélt þetta væri að lagst, byrjaði að koma rosa mar og bólga á ökklanum, sem nuddast í spelkuna í hvert skipti sem hún hreyfir sig. Fyrir utan það, fékk hún svo blöðrubólgu svo það þýðir klósettferðir á klukkutíma fresti, líka á nóttinni. Það er ekkert verið að taka þetta með neinum vettlingatökum. Frúin varð síðast mikið veik fyrir 16 árum, svo kannski tekur maður þetta bara með trompi, þegar maður gerir það. Kannski væri gáfulegra að gera þetta meira jafnt.

Krakkarnir hafa átt voðalega erfitt að finna út úr því að mamma þeir vra hafi verið í burtu í nokkra daga. Ágúst kom heim úr leikskólanum tvo daga í síðustu viku með illt í maganum, sem hvarf um leið og pabbi hans sótti hann. Við hringdum í leikskólann og útskýrðum málið og vonandi hefur þetta bara verið mömmusýki.

Auður var orðin mjög spennt fyrir að byrja í skólanum aftur. Hún saknaði hans svo mikið og líka kennarans síns. Það er spurning hversu lengi það varir. En gott meðan það er.

Vonandi hafa aðrir komist betur inn í nýja árið en við.  Þetta hlýtur að fara upp á við héðan í frá.

Kveðja frá Gram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband