Vetrarveður

Kæru bloggvinir

þá kom fyrsti snjórinn hjá okkur. Það kom smá föl í nótt. Það birtir allavega til þegar það er smá snjór. Þeir eru að spá áframhaldandi kulda, en það er ekki víst að það fylgi því mikill snjór. Þetta er fínt svona.

Frúin er eitthvað aðeins að skríða saman. Hefur nú ekki mikla orku, en það er allavega ekki eins miklir verkir og hún hleypur ekki á klósettið í tíma og ótíma. Það er nú samt ansi mikið verkefni fyrir hana að vera svona ósjálfbjarga. Krakkarnir skilja ekkert í því að hún komi ekki hlaupandi þegar þau eru búin á klósettinu, eða almennt þegar þeim vantar eitthvað. Þau hafa annars verið mjög dugleg að hjálpa til. það er auðvitað mikill munur. Bóndinn fór með þau út núna að viðra þau. Auður spurði í gær, hvort við ætluðum ekki að fara út og viðra þau. Það hafði nú enginn fullorðinn á heimilinu orku í það, en við fengum dóttur vinahjóna okkar til þess. Það voru allir dúðaðir, en þau komu inn eftir 15 mínútur. Það er spurning um, hverjum var kalt. Eða hvort þau nenntu ekki að vera úti. Þau eru vön að fara út á hverjum degi, svo þeim bregður við. Frúin hefur heldur ekki farið út úr húsi. Það eru ansi mikil viðbrigði. Þetta reynir ekki minna á andlegu heilsuna, en þá líkamlegu, að vera svona farlama.

Vinnufélagi frúarinnar kom við hér á föstudaginn með blóm. Þeim finnst víst bara fínt að ég sé ekki í vinnunni. Það eru víst svo mikil læti í mér.

Annars er nú lítið spennandi í fréttum héðan. Auður byrjaði allt í einu í vikunni að spá í, hvernig maður segði mismunandi hluti á íslensku. Ágúst apar svo auðvitað eftir henni. Það eru voða dugleg að æfa sig við matarborðið að biðja um ýmsa hluti á íslensku. Þetta hljómar bara nokkuð vel hjá þeim. Það er auðvitað erfitt fyrir þau að segja til dæmis r og þ, en þetta kemur allt ef áhuginn er fyrir hendi. Það er aldrei að vita hvenær hann rennur út, svo það er mjög mikilvægt að ´nýta þetta tækifæri.

Jæja ætli það sé ekki best að reyna að fara að gera eitthvað að viti.

Kveðja úr kuldabolalandi

Gramgengið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl

Gott að heyra Ragga að þú sért aðeins að braggast. Það er örugglega frekar erfitt að vera hálf bjargarlaus í lengri tíma. Líst vel að krakkarnir æfi sig í íslensku svo maður skilji þá nú aðeins betur þegar við hittumst, hvenær sem það nú verður. tongue-out   Núna er bara rigning hjá okkur og 6 stiga hiti en við fengum smávetur í síðustu viku. Allt við það sama hjá okkur og lítið markvert að gerast bara þetta hefðbundna.

Allir biðja að heilsa úr heiðinni.

Gunna og Bragi

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 15.1.2017 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband