7.2.2010 | 18:37
Fastir lišir eins og venjulega
Kęru bloggvinir
žį er vķst enn og aftur kominn sunnudagur og vikan nś veriš heldur višburšalķtil. Bara fastir lišir eins og venjulega. Hér er enn snjór og hįlka. Žó oršiš heldur hlżrra į daginn en hefur veriš. En ennžį brunagaddur į nóttinni. Hér hefur veriš mikiš talaš um aš hśseigendur eiga aš halda gangstéttinni fyrir framan hśsiš sitt, hreinni. Viš vissum žetta og höfum nś reynt aš standa okkur ķ stykkinu. Enda eins gott, žaš var veriš aš tala um ķ fréttunum ķ vikunni, aš ašalsportiš žessa dagana er aš hringja ķ lögregluna og klaga ef nįgranninn hreinsar ekki stéttina. Žetta er nś svolķtiš tżpķskt fyrir Danina. Žeim finnst voša skemmtilegt aš klaga. Og mašur getur fengiš sektir fyrir ótrślegustu hluti. En viš erum nś smįm saman aš lęra į žetta. Reynum allavega aš passa okkur.
Žaš var męšrahópur hér į heimilinu į mįnudaginn. Žaš var voša fķnt. Žaš er voša gaman aš sjį hvaš börnin smįm saman eru farin aš pęla meira hvort ķ öšru og toga eitthvaš ķ hvort annaš. Žaš er aušvitaš lķka voša hollt fyrir bęši Auši og frśnna aš hitta annaš fólk. Aušur Elķn hefur annars veriš eitthvaš óžekk viš aš sofa į nóttinni undanfariš. Žaš er eitthvaš aš angra hana. Viš erum farin aš hallast aš žvķ aš žetta séu kannski fleiri tennur. Hśn er annars oršin duglegri aš borša mat, finnst žaš voša mikiš sport. En žetta kemur nś svona ķ bylgjum. Hśn er lķka farin aš hreyfa sig um allt gólf. Hśn hefur nś mest veriš aš brölta ķ kringum dótiš sitt. En įkvaš svo ķ vikunni aš prófa aš fęra sig śt ķ eldhśs. Svo nś veršur mašur aš fara aš setja lįsa į skįpana. Žaš er örugglega ekki langt ķ aš hśn fari aš rķfa og tęta ķ huršarnar. Henni finnst allavega alveg óskaplega skemmtilegt aš rķfa og tęta. Ef mamma hennar er aš byggja eitthvaš śr kubbum eša pśsla, žį finnst henni rosa snišugt aš tęta žaš ķ sundur.
Nęsta verkefni į heimilinu er aš fara og kaupa trépillur ķ brenniofninn. Žaš veršur svo spennandi aš sjį hvort žetta virki eftir allan žennan tķma.
Hér komu góšir gestir ķ dag, Steini og Sigrśn, Rebekka og Karlotta. Žaš var aušvitaš voša gaman eins og alltaf. Žau gripu meš sér ķslenska snśša. Žaš er bakarķ mitt į milli okkar sem selur ķslenska snśša. Sonur eigendanna er aš vinna ķ bakarķi į Ķslandi og sendi žeim vķst uppskriftina. Žeir eru bara alveg eins góšir og į Ķslandi. Hér var annars stóri bökunardagur ķ dag. Bökušum bęši bollur og fyllt brauš. Jį mašur er bara alveg aš farast śr myndarlegheitum. Viš erum nś ekki ennžį bśin aš prófa aš baka rśgbrauš śr pakka. Erum ennžį aš borša hitt sem var bakaš um daginn.
Bóndinn er ennžį aš vesenast eitthvaš ķ aš reyna aš setja video inn į youtube sķšuna. Žetta er eitthvaš erfiš fęšing. Stóra tölvan okkar er nefnilega biluš og žaš er vķst eitthvaš erfitt aš koma žessu inn ķ fartölvuna. Svo žaš er einhver biš į žessu.
Jęja žetta er nś vķst žaš helsta héšan śr frostbęlinu
kvešja
Gummi, Ragga og Aušur Elķn
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.