Bolludagur í Danmörku

Kæru bloggvinir

hér er haldið upp á bolludaginn í dag. Svo við drifum okkur í að baka bollur í morgun. Það hefur nú aldrei heppnast að baka vatnsdeigsbollur, en þær heppnuðust svona ljómandi vel í morgun. Danir borða annars aðallega gerbollur með glassúr.

Hér er annars ennþá frost og kuldaboli. Þetta er orðið ansi þreytandi. Það hefur nú ekki bætt neitt í snjóinn en bara alltaf sami kuldinn. Og virðist ekkert vera lát á honum. Frúin þakkar allavega Guði fyrir að við fengum lopapeysur um jólin. Þær eru heldur betur búnar að koma sér vel. Frúin fór annars í atvinnuviðtal á föstudaginn og fékk vinnuna. Þetta er í svona svipuðu starfi og hún var í áður en hún fór í barneignarfrí, en bara á öðrum stað. Þetta er í Esbjerg, sem er ca. 40 mín akstur héðan. 10 mínútum lengra en til Haderslev þar sem hún var áður. Við erum búin að fá pláss fyrir Auði hjá dagmömmu frá 1. april. Ekki hérna í Tiset, því hún hefur ekkert laust pláss núna. Svo við þurfum að keyra hana hérna til Gram sem er ca. 3 km í burtu. Það væri auðvitað auðveldara ef hún kæmist að hérna í Tiset, bæði af því það er svo stutt í hana og af því hún þekkir hana. Það losna pláss hjá henni í haust, en þá er ekki víst hún fái nóg börn til að geta haldið áfram að starfa sem dagmamma. En við sjáum hvað setur. Ef Auði líkar vel við hina dagmömmuna, þá er þetta auðvitað ekkert mál. Það verður rosalega furðulegt að þurfa að fara að vinna aftur. Þegar maður byrjaði í barneignafríi fannst manni þetta vera alveg ótrúlega langur tími, en hann hefur bara flogið af stað og ungfrúin að verða 8 mánaða. Það verður nú samt fínt að komast í gang aftur, tekur bara smá tíma.

Það átti að reyna að koma brenniofninum í gang í vikunni, en ekki gekk það nú eftir bókinni, eitthvað vesen með rafmagnið. Gummi og vinnufélagi hans eru búnir að reyna að finna hvað er að, en ekkert hefur gengið. En sem betur fer getum við hitað húsið með gasinu. En það er bara alveg rosalega dýrt, svo við vonum að hitt komist í lag fljótlega.

Næstu viku er frí í skólunum í Danmörku og bóndinn tók sér líka frí. Það á nú eitthvað að reyna að ditta að hérna heima og útrétta hitt og þetta. Það er alveg ótrúlega margir snúningar hjá manni. Alltaf eitthvað sem þarf að hringja út af eða skjótast. Það liggur við að þetta sé full vinna stundum.

Í dag var svo bolludagshátíð í Tiset. Börn og fullorðnir máttu koma í grímubúningum og svo var kötturinn sleginn úr tunnunni. Þetta var nú frekar skrýtið og fullt af fólki þarna sem við þekktum ekki. En svo var svo kalt þarna inni að við fórum heim til kunningja okkar og borðuðum bollur og fengum kaffi.

Jæja látum þetta gott heita að sinni

kveðja

Gummi, Ragga og Auður Elín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála með lopapeysurnar :D Var einmitt svo séð að taka mína með hingað í haust og hún hefur verið MIKIÐ notuð! Verst að ég tók ekki lopakjólinn líka :(

Annars er ég komin með hitastigið í þremur löndum upp á tölvuna mína og það er svolítið spes að sjá að oftast nær undanfarið er svipað hitastig hérna hjá okkur og heima á Íslandi, nema þegar það er kaldara hér!!! En svo er yfirleitt NOKKRUM gráðum kaldara í Danmörku!

Geggjað að þú skulir vera búin að fá vinnu - enn og aftur til lukku með það :D

Kata (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband