2.5.2010 | 13:15
Hitt og þetta
Kæru bloggvinir
þá er sólin farin að skína á okkur hérna í Tiset. Það hefur annars verið frekar óspennandi veður í þessa þrjá frídaga sem við höfum haft núna. Karlinn dreif sig í að slá garðinn hérna á bak við. Hann þoldi ekki að horfa á þetta lengur. Enda er þetta allt annað líf núna. Við fórum í gær að kaupa sandkassa og rólur. Bóndinn er búinn að ákveða að setja þetta á bak við hús í sumar og leyfa blettinum hér fyrir framan að jafna sig. Það er ekki búið að klára hann og við höfum ekkert heyrt frá manninum sem ætlaði að gera þetta. En hann hlýtur að láta sjá sig. Allavega ef hann vill fá borgað.
Ungfrúin er nú ennþá eitthvað ósátt við að borða hjá dagmömmunni en allt annað gengur betur. Hún er hætt að elta hana út um allt. Svo það hlýtur að vera merki um að þetta gangi betur. Við erum að velta fyrir okkur hvort hún sé loksins að fara að fá tennur í efri góm. Hún slefar einhver ósköp núna og er frekar óhress. En við höfum nú haldið að þær væru á leiðinni í marga mánuði svo við bíðum bara og sjáum hvað setur. Hún blaðrar ógurlega mikið hérna heima og er alveg á útopnu. Mauðr skilur ekki alltaf hvaðan barnið hefur alla þessa orku.
Í gær fórum við í ungbarnasund. Það er svo komið í sumarfrí. Og byrjar ekki aftur fyrr en í september. En við verðum að reyna að fara með hana í sund þangað til, svona til að halda þessu við. Hún er orðin algjör vatnahundur. Við ætlum líka að kaupa litla sundlaug til að hafa hérna úti í garði.
Við erum búin að auglýsa sófann okkar, og hitt og þetta smálegt á netinu. Við erum búin að selja hátalara, en ekki það sem tekur mest pláss, sjónvarpið og sófann. En við vonum að einhver falli fyrir þessu og vilji kaupa. Sérstaklega sófann af því við urðum að koma honum í geymslu. Svo ef við getum ekki selt hann, þá erum við í hálfgerðum vandræðum.
Bóndinn ætlar að reyna að henda inn myndum og videoi af dömunni í dag eða í vikunni.
Kveðja
Ragga, Gummi og Auður Elín
Athugasemdir
Hæ kæru vinir.
Les alltaf bloggið þótt ég hafi verið löt að kvitta undanfarið - sorry!
Alltaf nóg fyrir stafni hjá ykkur sé ég, og það er nú bara hið besta mál.
Knús,
Kata.
Kata (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 02:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.