20.6.2010 | 18:52
1. árs afmæli
Kæru bloggvinir
Hér lætur sumarið ennþá bíða eftir sér. Það koma svona 2 dagar í miðri viku þar sem er sól og gott veður. Síðan er yfirleitt skítaveður um helgar. Það voru þrumur hér í morgun og úrhellisrigning. Ekki beint huggulegt. En við höldum nú enn í vonina að það komi sumar. Við erum orðin ansi þreytt á þessum umskiftum.
Hér hefur annars allt gengið sinn vanagang. Hér í Danaveldi hefur aðalfréttin verið að einhver hvalur álpaðist til að synda inn í fjörð hér á austurströnd Jótlands og festist á einhverju rifi. Þar lá hann mest alla vikuna og þetta var þvílíkt fréttnæmt, það var ekki talað um annað og fólk keyrði úr öllum áttum til að sjá þetta stórmerkilega fyrirbrigði. Nú svo losaði hann sig en synti þá bara lengra inn í fjörðinn. Nú er blessað dýrið svo farið á vit feðra sinna og hann á víst að enda daga sína á einhverju safni í Kaupmannahöfn. Bóndinn sagði nú við vinnufélaga sína að það væri nú ekki annað að gera en skjóta kvikindið og éta það. Það fannst þeim nú alveg hreint fráleitt. Manni finnst nú hálf bilað að fólk fylkist að til að glápa á einhvern hval sem berst fyrir lífi sínu.
Hápunktur vikunnar var svo auðvitað afmæli ungfrúarinnar. Held við séum ekki ennþá búin að fatta að hún sé orðin eins árs. Maður skilur ekki hvað þetta er fljótt að líða. Hún hefur fengið margar góðar gjafir. Takk kærlega fyrir það. Hún fékk meðal annars geisladiska með íslenskri tónlist. Við höfum verið að spila þetta um helgina og hún er farin að dilla sér í takt. Mjög fyndið að sjá það. Henni líkar þetta allavega mjög vel. Í dag héldum við svo stórveislu fyrir hana. Þetta var mjög alþjóðlegt. Það voru Íslendingar, Tisetbúar og danskir vinir okkar. Afmælissöngurinn var sunginn bæði á dönsku og íslensku. Frúin er nú ekki alveg týpan í að vera svona skemmtanastjóri. Hún er mjög fegin að það eru 13 ár þar til hún þarf að standa í fermingu og halda ræðu fyrir dótturina. Kannski hún láti pabbann bara um það. En þetta var alveg frábær dagur og ungfrúin fékk ennþá fleiri gjafir. Hún tók þessu nú rólega eins og hún er vön. Var pínu hissa á að sjá allt þetta fólk, en naut sín mjög vel. Hún og dóttir vinkonu okkar voru svo farnar að spjalla saman á einhverju bullmáli undir lokin. Rosa gaman að sjá þær. Það náðist video af þessu. Það voru teknar nokkrar myndir og við reynum að henda þeim inn hér fljótlega. Ásamt videoinu. Nú er litla fjölskyldan bara búin á því. Auður var fljót að sofna, og við hjónaleysin erum búin að smyrja nesti fyrir morgundaginn og liggjum nú í sófanum. Svo er bara vinna á morgun. Eftir 2 vikur fáum við svo 3ja vikna sumarfrí. Þá kemur Helga Rut og Unnar Ernir í heimsókn. Elli Jón og Kristín koma svo í lok júlí. Svo við fáum nú einhverjar heimsóknir. Þetta leit ekki vel út á tímabili. En þetta verður sennilega eins og við erum vön.
Jæja ætli sé ekki best að reyna að slappa aðeins af áður en maður fer í bælið.
kveðja
Gummi, Ragga og Auður Elín
Athugasemdir
Til hamingju með stelpuna aftur !!
Við höfum sem sagt ekki tekið "góða" veðrið með okkur heim. Skrítið því hér er líka rigning og vindur. Alltaf gaman þegar gengur vel að halda afmælin en árin eru nú fljót að líða svo þið getið farið að æfa ykkur fyrir ferminguna strax.
Kveðja úr Garðinum :)
Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.