18.7.2010 | 13:01
Fullt hús barna
Kæru bloggvinir
hér er ennþá sól og blíða. Voða fínt að hafa svona gott veður meðan maður er í sumarfríi. Það á nú eitthvað að vera skýjað næstu daga. En vonandi verður það bara stutt.
Á mánudaginn komu Unnar Ernir og Helga Rut. Auður Elín er ekkert smá ánægð með það. Sérstaklega Unnar. Hún sér ekki sólina fyrir honum. Hann er nú líka duglegur að leika við hana. Það er rosa gott að hafa svona barnapíur. En frúnni þætti nú allt of mikið að eiga svona mörg börn, svona dags daglega. Það er búið að fara í skemmtigarð og í búðaferð. Þau létu nú bara vel af þessu hvoru tveggja. Svo var ráðist í að moka múrsteinunum og ruslinu hér af planinu. Það er ennþá smá eftir. Enda erum við hjónaleysin hvorugt í almennilegu ástandi fyrir að vera að djöflast eitthvað í svona löguðu. Frúin fékk svo mikið tak í hnakkann í nótt að hún getur varla hreyft höfuðið í dag. Eina lækningin er víst hitapoki og verkjatöflur. Við vonum þetta verði gengið yfir fljótlega.
Það er búið að fara allmargar ferðir á ruslahaugana. Það var eitthvað farið að safnast upp draslið. Síðan er búið að vera að taka til hér í geymslum og víðar. Það er nú víst nóg eftir ennþá. En það er fínt að geta tekið þetta svona smám saman og hafa krakkana til að passa Auði Elínu á meðan. Maður gerir lítið með hana vakandi.Hún er eiginlega alveg hætt að sofa á daginn. Sefur mesta lagi í klukkutíma. Svaf áður 3-4 tíma. En hún sefur hins vegar pínu lengur á morgnana svo það er nú í sjálfu sér ágætt. Hún verður bara pínu þreytt á daginn í staðinn. Hún er allt í einu orðin voða dugleg að borða og drekka. Hún er líka nýbúin að uppgötva flugur. Finnst þetta stórmerkileg kvikindi og er alltaf að reyna að grípa þær. Það gengur nú eitthvað illa. Enda eru þær töluvert sneggri en hún. Henni finnst voða fyndið að blaðra eitthvað og svo apa krakkarnir eftir henni og þá heldur hún áfram og apar eftir þeim.
Nú svo er verið að reyna að slaka pínu á svona inn á milli. Það er nú ekki okkar sterkasta hlið, en það verður að reyna það líka.
Jæja það er víst hállfgerð gúrkutíð hérna hjá okkur núna. Látum heyra í okkur að viku liðinni.
kveðja frá stórfjölskyldunni
Auður Elín, Gummi, Ragga, Helga Rut og Unnar Ernir
Athugasemdir
Hæ,hæ
Það er greinilega líf og fjör á bænum og mikið um að vera. Það er nú bara ágætt líka.
Við höfum ekki fundið allra handa kryddið ennþá, erum ekki búin að gleyma innkaupunum. Sendum það og súpujurtirnar þegar það finnst.
Kveðja úr sólinni í Garðinum.
Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 21:56
Hæ aftur
Búin að kaupa kryddið og súpujurtirnar það fer vonandi í póst á morgun eða er einhver á leiðinni til ykkar sem gæti tekið þetta.
Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.