Verslunarferðir

Kæru bloggvinir

þá er sumarið búið hjá okkur í bili. Það hefur verið rigning mest alla vikuna. Svo það var gott að vera búin að klippa hekkið allavega. Þetta lítur orðið mun betur út. Það varð að skilja eftir smá kafla af hekki, af því það var býflugnabú mitt í því og ein flugan stakk bóndann í ennið þegar hann ætlaði að klipppa. Hann hafði engan áhuga á að koma nálægt því aftur. Þetta var víst ekkert sérstaklega þægilegt. Svo er bara eftir að klippa hekkið hérna við innkeyrsluna og svo er þetta búið. Það verður vonandi minna mál að klippa þetta næsta ár.


Vegna veðurs hefur fjölskyldan ekki verið mikið utandyra þessa vikuna. En það hefur verið mikið farið í verslunarmiðstöðvar. Unga kynslóðin hefur heldur betur haft verslunaræði. Elli og Kristín leigðu sér bíl. Af því við komumst ekki öll í einn bíl. Þetta var rosalega þægilegt af því að þá gátum við farið á okkar bíl. Verið aðeins með þeim og skilið þau svo bara eftir í búðunum. Algjör lúksus. Held þau hafi verið fegin líka að fá bara að vesenast í þessu ein og ekki þurfa að horfa upp á okkur súr á svipinn.

Svo er frúin bara að fara að vinna aftur á morgun. Vinnan flutti í nýtt húsnæði meðan ég var í fríi og það er að byrja ný stelpa sem á að vinna með mér. Hún er nýskriðin úr skóla. En vonandi gengur þetta allt vel. Hún virkar allavega skynsöm. Bóndinn fer svo að vinna á þriðjudaginn.

Auður Elín er orðin rosalega dugleg að labba. Dettur ekkert mjög oft orðið. En það er líka ægilegur brussugangur í henni. Hún er alltaf að príla upp á allt. Var rosa sniðug, hún fattaði nefnilega að bíllinn sem við gáfum henni í afmælisgjöf er mjög góð trappa. Svo hún leggur honum við hliðina á stól og prílar svo upp á stólinn. Hún er búin að taka nokkrar byltur við þetta. En það fylgir þessu víst. Hún nýtur þess í botn að hafa allt þetta fólk. Hún er farin að stunda það að baula eitthvað og svo eiga allir að gera eins og hún. Alveg óskaplega fyndið. Það verður fróðlegt að vita hvernig henni líst á það þegar allir fara heim. Helga og Unnar fara heim á morgun og Elli og Kristín á fimmtudaginn. Það verður nú aldeilis tómlegt þá. Dönum finnst við alveg stórskrýtin að vera bara heima í sumarfríinu. Það fara flestir eitthvað í frí, annaðhvort innanlands eða utan. Við erum bara rosalega hallærisleg að þeirra mati. Þeir hafa sennilega aldrei kynnst svona undarlegu fólki.

Það hefur ekki ennþá komist í verk að setja inn myndir. Reyni að fá þetta gert í vikunni.

Ætli þetta sé ekki nóg í bili. Það þarf að fara að sinna búi og börnum.

kveðja

Tisetfjölskyldan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ.

Alltaf gaman að lesa pistilinn ykkar og fá fréttir. Greinilega búið að vera nóg að gera með fullt hús af fólki. Endilega setjið inn fleiri myndir alltaf gaman að skoða þær. Er nokkuð búið að skella í kjötsúpu ? Ferðin okkar til Kanada vaar mjög góð í alla staði og bara gaman.

Kveðja frá öllum í Garðinum !

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband