29.8.2010 | 06:46
Ömmupartý
Kæru bloggvinir
hér hefur heldur betur rignt eldi og brennisteini í alla nótt. Það er annars orðið ansi haustlegt hér og kalt á nóttinni. Í byrjun vikunnar var hívandi rok, sem er mjög óvanalegt á þessum slóðum. Bændurnir hérna eru í tómum vandræðum af því kornið hefur lagst niður og mikið af því er ónýtt.
Móðuramman kom á þriðjudagsnóttina. Flugið var 6 tímum of seint ,svo þau voru ekki komin til Fredericia fyrr en kl. 2 um nóttina og svo var eftir að komast heim. Við fórum því ekki í bælið fyrr en kl 3. Svo þurfti að vakna kl. 6 til að fara í vinnuna. En það var nú mesta furða hvað við vorum hress. Þær ömmurnar eru búnar að labba hér um allt Tiset og vekja gríðarlega athygli. Fólkið sem býr hérna á horninu selur sultu og ýmislegt grænmeti hérna úti á horni. Þær eru búnar að fara nokkrar ferðir þangað. Svo við þurfum ekki að kaupa sultu eða grænmeti á næstunni.
Á föstudaginn tók frúin frí í vinnunni og hleypti kellunum í búðir. Þetta var eins og að hleypa kúm út á vorin. Um kvöldið fórum við svo út að borða á farfuglaheimili hérna rétt hjá. Við höfum lengi ætlað að fara þarna, en höfum ekki látið verða af því. Við fengum herramannsmáltíð og ekki var skammturinn nú lítill. Það lá við að manni féllust hendur. Það er allavega alveg á hreinu að við förum þarna aftur.
Í gær var svo keyrt til Ribe og þær gömlu sögðust nú ekkert ætla að versla, en eitthvað tókst þeim nú að týna í poka. 'I dag fer svo frúin með mömmu sína, með lestinni til Kaupmannahafnar, svo flýgur hún heim í kvöld.
Auður Elín hefur notið þess í botn að fá alla þessa athygli. Hún hefur reynt mikið að spila með þær og plata þær til að láta allt eftir sér. En það hefur nú eitthvað verið upp og ofan hvernig það hefur gengið. Henni á ábyggilega eftir að leiðast óskaplega þegar ömmurnar fara heim. Auður Elín hefur sofið á milli okkar upp á lofti, svo það verður spennandi að sjá hvernig hún bregst við þegar hún flytur inn í herbergið sitt aftur. Hún hefur verið öll á iði í rúminu og sparkað í bakið á pabba sínum á nóttinni. En alveg látið mömmu sína vera.
Jæja ætli sé ekki best að fara að sinna börnum og búi.
kveðja
TIsetgengið
Athugasemdir
Hæ, hæ
Alltaf gaman að lesa bloggið ykkar og fá fréttir úr Danaveldi. Auður Elín hefur aldeilis notið þess að hafa ömmurnar til að snúast í kringum sig eða hún í kringum þær. Héðan er bara allt gott að frétta. Við byrjuð að kenna og allt komið í sína rútínu. Reyndar er Bragi með einhverja kvefpest og liggur eiginlega í bælinu en það gengur vonandi fljótt yfir.
Kær kveðja úr Garðinum
PS. Fara ekki nýjar myndir að koma ??
Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.