Íslandsferð

Kæru bloggvinir

hér heldur hlákan áfram. Það hefur verið skaplegt veður alla vikuna og það munar rosalega miklu þegar þarf að keyra svona langt í vinnu. Vonum bara að þetta haldist áfram.

Annars er hér helst til tíðinda að við hjónaleysin fórum í vikunni og frúin hélt langa tölu um frónið fagra. Þetta heppnaðist víst alveg ágætlega og þetta var hið almennilegasta fólk. Það var svo kaffi og rjómaterta á eftir. Auður Elín var bara í pössun á meðan. Það var ekkert mál. Gátum ekki verið að draga hana þarna upp eftir því þetta var akkurat á háttatíma hjá henni. Okkur finnst ólíklegt að við verðum beðin um þetta aftur, en ef svo ólíklega skyldi vilja til, þá erum við í þjálfun.

Nú svo er búið að versla flugmiða heim á klakann. Stefnan er tekin á að koma 11 feb og vera til 20 feb. Það er vetrarfrí í skólunum hérna á þessum tíma. Þannig að þeir sem vilja kíkja á okkur verða að fara að gera sig klára. Við verðum sennilega helminginn af tímanum fyrir austan og svo hinn helminginn á Suðurnesjunum. Það er ólíklegt að við flækjumst mikið í heimsóknir með litla skæruliðann, en ykkur er auðvitað velkomið að kíkja á okkur. Það er ekki alveg á hreinu hvar við verðum á Suðurnesjunum. En það kemur fljótlega í ljós. Það verður fróðlegt að sjá hvernig ungfrúin bregst við þessu ferðalagi. Síðast þegar við komum, var hún 6 mánaða og svaf bara, bæði í lestinni og í fluginu. Á ekki von á að hún verði alveg svo slök núna. Það verður að hafa helling af afþreyingarefni fyrir hana og þá hlýtur þetta að ganga. Hún er algjör skæruliði og er algjörlega óstöðvandi í að rífa og tæta. Hún er þó aðeins farin að geta setið kyrr og horft á skrípó. Finnst líka mjög gaman að sjá hunda í sjónvarpinu. Kattargreyið fær alveg orðið að vera í friði. Hún skrækir bara alltaf þegar hún sér hana, en pínir hana ekkert lengur.

Hún er alveg að fara með foreldra sína í uppátækjum og ákveðni. Það er ansi oft sem hún rekur upp skaðræðisöskur, ef henni þóknast ekki eitthvað. Hún virðist haga sér óskaplega vel hjá dagmömmunni, svo við fáum greinilega bara margfaldan skammt þegar hún kemur heim.

Annars hefur vikan nú bara verið fastir liðir eins og venjulega.

Jæja það er best að fara að slappa af, eigið góðan sunnudag

kveðja

Gummi, Ragga og Auður Elín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að þið skuluð vera að kíkja heim, best að panta tíma strax, vil endilega hitta ykkur :)

Kveðja

Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 17:59

2 identicon

Bíddu,bíddu hvar og fyrir hverja var þessi fyrirlestur? Og hvað sagðirðu nú frábært um Ísland?

Væri alveg til í að hitta ykkur en er því miður ekki á klakanum þarna :( svo það bíður bara betri tíma :)

Kveðjur,

Kata og Co.

Kata (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 03:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband