Enn eitt kuldakastið

Kæru bloggvinir

hér hefur kólnað hressilega aftur, en það er búið að vera mjög fallegt veður, sól og bjart. Svo það er nú ekki alslæmt.

Hér er annars allt við það sama. Á föstudaginn var ákveðið að slá þessu upp í kæruleysi og fara út að borða. Við fórum á Kínastað í Ribe. Það var voða gaman. Alltaf gott að fá eitthvað gott að borða. Í gær var svo farið í ungbarnasund og meðan ungfrúin svaf á sínu græna, voru settir upp leslampar í svefnberberginu. 'Eg held aldrei að maður hafi haft svona fína lampa. Bóndinn á margar bækur eftir ólesnar af því hann hefur ekki haft neitt ljós. Svo var settur háfurinn á viftuna í eldhúsinu. Þetta kemur allt hægt og sígandi. Seinnipartinn fórum við svo út að labba, gengum framhjá húsi formannsins í íþróttafélaginu og fórum að tala við hann. Hann var að höggva eldivið. Þetta varð nú heldur betur ferð til fjár. Bóndinn fór að tala við hann um hvort hann gæti hjálpað til við að gera trépall hérna úti í garði. Þá stakk formaðurinn upp á að við fengjum granístein í staðinn. Hann vinnur hjá ofnafyrirtæki sem hafði pantað helling af granítflísum, sem þeir þurfa ekki að nota meira. Svo við megum fá þær og hann ætlar að hjálpa til við að leggja þær. Ekki dónalegt það.

Maðurinn sem við héldum fyrirlestur hjá um daginn, kom hér síðasta sunnudag. Hann hrósaði okkur mikið fyrir síðasta fyrirlestur og vildi panta okkur í annan. Nú eru það Lionsmenn hérna inn í Gram. Svona 10-15 stykki. Frúin gat ómögulega sagt nei. Svo þetta fer nú bara að verða hálfgerð aukabúgrein hjá okkur ef svona heldur áfram.

Í morgun var frúin svo með mömmuhóp. Við erum 4 sem hittumst, svona annan hvern mánuð. Ein af þeim á von á tvíburum í júní. Hún á strák sem er tveimur mánuðum yngri en Auður, svo það verður fjör hjá þeim. Allavega meira en nóg að gera. Það er ekki mjög algengt að það fæðist tvíburar hérna, nema það sé með glasafrjóvgun. En það eru víst tvíburar í fjölskyldunni hennar, svo það skýrir nú ýmislegt. Krökkunum finnst voða gaman að hittast, og þau eru farin að geta leikið meira saman. Auði finnst allavega ekki leiðilegt að hafa einhvern að leika við. Bóndinn fór nú bara til Þýskalands að kaupa gos á meðan þær voru hérna. Fannst það víst meira spennandi en að hlusta á eitthvað kerlingavæl.

Annars er allt að verða vitlaust hérna út af handboltanum. Danir eru að keppa um gullið í kvöld. Það verða nú ekkert smá læti ef þeir vinna.

Jæja best að nota tímann og leggja sig. Ungfrúin sefur ekki neitt sérstaklega vel á nóttinni núna, þannig að maður er hálf lúinn.

kveðja

Ragga, Gummi og Auður Elín 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl.

Ætli það sé sami Kínastaðurinn í Ribe og við fórum á þegar við vorum úti fyrir 4 árum. Við fengum okkur hlaðborð og Stefán varð vitlaus þegar þjónninn tók diskinn hann hélt að hann mætti ekki borða meira, hann ætlaði sko að borða eins og hann gæti. Fattaði ekki að hann átti bara að taka nýjan disk í hverri umferð. Nú fer að styttast í ykkur á klakann enda er farið að snjóa villt og galið. Hlakka til að hitta ykkur.

Kveðja úr Kjóalandinu.

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband