Styttist í heimferð

Kæru bloggvinir

þá er aftur runninn upp sunnudagur. Það hefur nú bara verið milt og fínt veður þessa vikuna, svo þetta skiptir nú ansi oft. En meðan það snjóar ekki, og það er ekki hálka, þá kvörtum við ekki.

Ungfrúin hefur verið eitthvað óhress svo hún var drifin til læknis á miðvikudaginn. Hún er með vökva í eyrunum, sem getur alveg skýrt af hverju hún sefur ekki almennilega á nóttinni. Hún fékk einhver lyf og hefur sofið betur síðan, svo nú vonum við að þetta sé komið í lag. Hún er annars bara alveg á útopnu. Það er eins og hún vakni suma daga og sé harðákveðin í að rífa allt og tæta. Svo er hún rólegri aðra daga.Henni finnst voða gaman að máta skónna okkar og reyna að labba í þeim. Það er nú pínu erfitt. Við hjónaleysin fórum út að borða og í keilu, með íþróttafélaginu í gær og hún var í pössun á meðan. Henni finnst ekkert mál að vera í pössun og hagar sér víst alveg eins og engill. Það er mjög fínt.

Í dag var svo farið í byggingarvöruverslun og keyptar nýjar hurðar í svefnherbergin. En þær passa ekki alveg, svo bóndinn verður að reyna að mixa þetta eitthvað saman. Ferlega pirrandi. En við vonum að þetta reddist. Svo var líka keypt moldvörpugildra. Það er komin moldvörpuhola í fína blettinn og það verður að reyna að farga þeim, áður en þetta verður algjör plága. Ótrúlegt hvað svona lítil dýr geta gert mikinn skaða.

Annað kvöld heldur frúin svo annan fyrirlestur um Ísland. Það verður nú eflaust skrautlegt.

Hinn margumtalaði pillubrenniofn kom í vikunni. Það voru nú einhverjir byrjunarerfiðleikar, en nú virðist þetta keyra eins og það á að gera. Nú vantar okkur bara að panta meiri trépillur. Það er að minnsta kosti orðið sæmilega heitt í kofanum.

Í kvöld verða svo étin svið, það eru nokkrir hausar eftir í kistunni, en þeir eru ekki sviðnir, svo þeir verða aðeins að bíða betri tíma.

Við erum annars bara farin að hlakka til að koma heim. Það verður nú eitthvað fróðlegt að hafa ungfrúnna í bæði lest og flugvél í 6 tíma. Við erum að vonast til að hún sofi eitthvað, en það kemur allt í ljós.

Kveðja

Gummi, Ragga og Auður Elín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband