Kominn aftur í kuldann

Kæru bloggvinir

þá er maður aftur kominn í kuldann hér í Danaveldi. Aðdáendur síðunnar eru beðnir velvirðingar á því að það hefur ekki verið skrifað blogg síðustu vikurnar. En það komst ekki í verk meðan við vorum heima. Það var nóg að gera í að heimsækja fólk og passa að Auður Elín rústaði ekki neinu.

Það voru ansi mikil viðbrigði að koma úr milda veðrinu á Íslandi hingað í kuldann. Það hefur snjóað meðan við vorum á Íslandi, en það er nú að mestu horfið aftur. Maður er nú enn bara að jafna sig á ferðalaginu. Ungfrúin var mjög ánægð með alla athyglina sem hún fékk. Hún var nú líka mjög dugleg bæði í lestinni og í fluginu. Hún var vakandi í lestinni og þurfti auðvitað að bralla ýmislegt. Hún svaf hins vegar alla leiðina í flugvélinni. Á leiðinni heim vorum við svo heppin að vélin var ekki full svo við fengum 3 sæti fyrir okkur ein. En á leiðinni út aftur var vélin alveg smekkfull svo það var mjög þröngt. En sem betur fer svaf Auður þetta allt af sér. Það er ekki auðvelt að hafa ofan af fyrir litlu barni í 3 tíma, þegar það er ekkert hægt að hreyfa sig. Við tókum frí í vinnunni á mánudaginn og það var mjög notalegt. Síðan hefur þetta nú smám saman verið að komast í rétt horf.

Auði fannst nú bara fínt að komast til dagmömmunnar aftur. Dagmamman vill meina að hún sé farin að tala íslensku. Hún er farin að segja fleiri orð, en það er nú óvíst hvort þau eru íslensk eða dönsk. Við sögðum við hana að við skildum heldur ekkert hvað hún væri að segja, svo þetta væri allavega ekki íslenska. Hún er farin að segja já og kinka kolli. Sem betur fer er hún ekki farin að segja nei, það verður örugglega notað mikið þegar það kemur. Auður er mjög sjálfstæð og vill ekki fá of mikla hjálp við hlutina. Það getur valdið smá árekstrum hér heima. Við ætluðum nú að fara í sund meðan við værum heima, en af því Auður fékk gat á hausinn gátum við það ekki. Það verður að bíða betri tíma.

Í morgun var okkur boðið í morgunmat hjá fyrrverandi vinnufélaga frúarinnar. Það var mjög fínt. Þau eiga hund og það þykir Auði nú ekki leiðilegt. Hún hefur verið algjörlega mömmusjúk síðan við komum til Danmerkur aftur. Það tók nú smá tíma að fá hita í kofann aftur eftir að við höfðum kynt í lágmarki meðan við vorum í burtu. Moldvarpan hefur verið dugleg að grafa meðan við vorum í burtu. Það eru komnar 4 holur í viðbót. Kötturinn var undir eftirliti nágranna okkar. Hún vældi í tvo daga eftir við komum heim. Sennilega verið svona glöð að sjá okkur. Henni hefur nú eflaust verið dálítið kalt hérna úti í skúr.

Það gleymdist alveg að taka myndir á Íslandi. Ungfrúin er orðin 20 mánaða og engar myndir hafa verið teknar af því. Það verður að reyna að bæta úr þessu.

Þeir segja að það eigi að fara að vora hérna hjá okkur núna. Það er vonandi. VIð fengum bæði kartöflur, rófufræ og rabarbarafræ með okkur frá Íslandi. Nú vantar bara að gera kartöflugarð. En það er nú fullsnemmt að fara að gera það núna. En þetta líður svo hratt að það verður kominn tími til þess fyrr en maður veit af.

Kær kveðja

Gummi, Ragga og Auður Elín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að Íslandsferðin gekk vel. Skil bara ekkert í svona öðrum íslendingum í útlöndum að vera ekki með heimþrá eins og ég! Ætlið þið virkilega bara ALLTAF að eiga heima þarna í baunalandi?

Það verður spennandi að fylgjast með þegar Auður Elín fer að tala. Hún verður að sjálfsögðu tvítyngd þar sem töluð er danska hjá dagmömmunni og íslenska á heimilinu (eða það ætla ég rétt að vona :D )Engin smá forréttindi þegar að börn fá tækifæri til þess að læra tvö mál samtímis - það er svo eðlislægt fyrir þau, eitthvað annað en fyrir okkur fullorðna fólkið. Ég er búin að vera að læra um þetta hérna í útlandinu og finnst þetta mjög áhugavert og skemmtilegt. Já og talandi um það, ég var einmitt að hugsa um það um daginn hvað ég þyrfti að hitta á þig í góðu tómi og ræða við þig um kennslu/nám til að fá svona sjónarhorn þess sem hefur lært sálfræði! :D Svakalega þyrfi ég að reyna að koma við í henni Danmörkinni á leiðinni heim í vor/sumar og hitta á ykkur og alla hina - maður getur a.m.k. látið sig dreyma.

Ánægð með mæður okkar að vera svona duglegar að arka saman.

Knús i hús,

Kata og Co.

Kata (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 03:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband