Flatkökubakstur

Kæru bloggvinir

þá er aftur komin bongóblíða. Það hefur verið hífandi rok mestalla vikuna, en svo hefur verið voða fínt veður í gær og í dag. Það er svo gott að fólk er farið að sjást úti við. Góða veðrið í gær var nýtt til at þrífa bílinn að innan og í dag var svo farið með hann í bílaþvottastöðina. Maður getur þá farið að láta sjá sig á honum núna. Það er byrjað að vinna í veginum sem frúin keyrir í vinnuna. Henni til mikillar ánægju. Þeir eru búnir að rista allt malbikið ofan af og nú keyrir maður á þvottabretti mest alla leiðina. Og má bara keyra á 70 í staðinn fyrir 90. Ekki alveg heppilegt fyrir svona þolinmótt fólk eins og frúnna. Og til at bæta gráu ofan á svart eru þeir ekkert að vinna í þessu, svo það er ómögulegt að segja hvað þetta tekur langan tíma.

Auði finnst voða gaman að vera úti í góða veðrinu. Hún er voða ánægð með nýja húsið sitt úti í garði. Reynir að stinga af á morgnana, svo hún geti kíkt á húsið sitt. Við þurfum að reyna að útbúa einhvers konar sæti og borð fyrir hana þarna inni. Við erum líka búin að setja upp rólurnar, svo þetta er orðið mjög sumarlegt. Í gær fórum við að gefa hestunum gulrætur. Hesturinn var greinilega eitthvað æstur því hann nartaði aðeins í puttann á Auði. Sem betur fer kom nú ekkert alvarlegt fyrir, hann reif bara smá af nöglinni af. Hún fór auðvitað að gráta, en var nú fljót að jafna sig eins og venjulega. Svo nú verður það ekki gert aftur.
Það hafa verið mikil slagsmál hér á hverju kvöldi að fá hana til að sofa. Hún berst á hæl og hnakka. Lemur höndunum í rimlana á rúminu, til að reyna að halda sér vakandi. Þetta fór svo endanlega út í tóma vitleysu núna síðast í vikunni. Við vorum búin að berjast við hana í klukkutíma og lokuðum hurðinni og létum hana eiga sig. En þá klifraði hún upp úr rimlarúminu og kom og bankaði á hurðina inn í stofu. Algjör villimaður. Við skiljum ekki alveg hvernig hún kemst upp úr rimlarúminu, en nú þýðir ekkert að skilja hana eina eftir í rúminu. Við erum svo farin að reyna að svæfa hana aðeins seinna. Af því þetta byrjaði allt þegar við breyttum klukkunni síðustu helgi. Það gengur pínulítið betur, svo vonandi lagast þetta.
Hún er næstum alveg hætt að hósta, og er öll að koma til. Meira að segja farin að borða meira. Svo vonandi fáum við ekki fleiri pestir á þessu ári.

Í morgun var svo drifið í að baka flatkökur, þetta heppnaðist ágætlega. Við erum farin að hallast að því að hellan sem við erum með sé ástæðan fyrir að þær verða stundum pínu seigar. Við þurfum að kaupa plötu sem ekki kælir sig niður með ákveðnu millibili. Það getur nú reynst erfitt að fá svoleiðis. En við verðum að reyna.

Dagmamman hennar Auðar fer í 3 vikna frí núna eftir helgi, svo Auður á að vera hjá annarri, sem hún er vön að vera hjá þegar dagmamman okkar er í fríi. Okkar dagmamma hlýtur að verða eitthvað hressari eftir 3 vikna frí. Hún hefur verið ansi þreytt síðustu vikurnar.

Bóndinn er svo að fara á fótboltaleik á eftir. Það viðrar nú ekki illa til þess.

Jæja best að nýta góða veðrið og setjast út í sólina.

kveðja

Gummi, Ragga og Auður Elín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hljómar eins og sumarið sé að koma hjá ykkur :D Og Auður Elín er greinilega karakter eins og foreldrar sínir!!! :D

Heyrðu já, trikkið við flatkökubaksturinn er rosa kraftmikil hella þannig að þær séu fljótar að steikjast. Ef maður er of lengi að steikja þær þá verða þær seigar. Stundum þarf maður að stoppa til að leifa hellunni að ná upp hita! Hehe, hljómar eins og ég hafi áratuga reynslu :) Hef nokkrum sinnum bakað með tengdó og ég hef það hlutverk að steikja - bara skemmtilegt sko!

Kata (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband