Nýjar kartöflur

Kæru bloggvinir

Þá er runnin hvítasunnudagur með sól og blíðu. Það er búið að vera rosa blíða í gær og í dag, svo það er nú ekkert hægt að kvarta yfir því. Í gær sáum við storka spóka sig úti á túni. Það er í fyrsta skipti sem við sjáum þá svona nálægt. Það er mjög sjaldgæft að storkar setist að í mannabyggð, það er ýmislegt reynt til að lokka þá til. Þannig að okkur fannst þetta nú mjög merkilegt.

Nýjasta æðið hjá ungfrúnni á heimilinu eru traktorar. Hún er mjög upptekin af þessu, og sér traktora í hverju horni. Það er búið að fjárfesta í litlum traktor, gröfu og vörubíl fyrir barnið. Hún hefur sofið án truflana síðustu tvær nætur og það hefur nú bara ekki gerst í háa herrans tíð. Maður er orðin svo vanur því að vakna að maður gerir það, þó hún sofi.  Hún er orðin ástfangin af bróðir sínum og allt sem hann gerir er ofsalega fyndið. Það verður erfitt að toppa það þegar hann fer heim.

Í gær var farið í að kíkja undir kartöflugrösin, það voru komnar nokkrar kartöflur, en þær eru nú frekar smáar ennþá. En þær smökkuðust mjög vel. Það er orðið heil eilífð síðan maður fékk nýjar kartöflur. Við prófuðum fyrst dönsku kartöflurnar og í dag prófuðum við svo þessar íslensku. Þessar íslensku eru nú milku betri á bragðið. Við klipptum svo ofan af kartöflugrösunum í morgun því þau voru orðin svo há. Spekingarnir segja að það komi minna undir, ef grösin eru há. Svo nú á að prófa þetta. Svo vorum við líka að prófa vorlaukinn. Það smakkast allt mikið betur sem maður hefur ræktað sjálfur.  

Í gær kom svo kærastan hans Ella. Svo nú er að verða fullt á Tiset bed and breadfast, allavega í bili. Auði finnst þetta alveg stórmerkilegt allt saman. Auður fór með dagmömmunni í tívolí á föstudaginn, það var víst rosa mikið fjör. Við ætlum svo kannski að kíkja á það á eftir. Það er svona stór markaður hér í Gram um helgina, bæði með tívolí og mörgum sölubásum.

Feðgarnir fóru í það í morgun að höggva niður eitt tré hér á bak við. Það var hálfdautt, því það var á milli tveggja annarra stórra trjáa. Elli fékk að höggva það niður með öxi. Það birti nú bara til í garðinum þegar við losnuðum við það.  

Næstu helgi er svo mikið um að vera, afmæli ungfrúarinnar og bæjarhátíð í Tiset. Svo næsta vika verður nú sennilega uppbókuð. Auður Elín á líka að fara í aðgerðina á miðvikudaginn, við vonum að hún verði orðin hress fyrir afmælið. Börn eiga nú að ná sér á einum degi eftir svona.

Kveðja frá Tiset bed and breakfast


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl

Gaman að heyra af uppskeran lofar góðu, heimaræktað er nú alltaf best. Ég hef reyndar aldrei heyrt að klippa eigi kartöflugrasið ofan af, drepst þá ekki bara grasið og allur vöxtur hættir ? En þetta er kannski bara alveg bráðsniðugt. Mikið vildi ég að við gætum pantað nokkra dag á Tiset bed and breakfast en það verður nú líklega ekki þetta sumarið. Gangi ykkur vel með stelpuna, hún ætti að vera fljót að jafna sig. Kveðja úr Garðinum.

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband