Stórframkvęmdir

Kęru bloggvinir

Žį er runninn upp sólrķkur sunnudagur. Sumariš er eitthvaš aš rembast viš aš koma. Žaš er bśiš aš vera fķnt vešur sķšustu daga. Svo vonandi er žetta eitthvaš aš breytast.

Žeir fešgar hafa haft nóg aš gera sķšustu daga. Žeir eru aš mestu leyti bśnir meš anddyriš. Žaš vantar bara einhverja smįlista og svoleišis. Žetta er oršiš svo fķnt aš mašur bara skilur ekkert ķ žessu. Žetta er bśiš aš lķta svo illa śt lengi. Žegar žetta verkefni var bśiš, var svo rįšist ķ annaš stórverkefni. Žaš var aš klippa hekkiš kringum hśsiš. Žaš er nś ekkert smį mikil vinna. Žaš hefur ekki veriš klippt almennilega ķ mörg įr, og žess vegna eru trén oršin svo kręklótt og leišileg. En allt hafšist žetta nś. Žetta veršur vonandi aušveldara į nęsta įri, žegar žetta er komiš ķ višrįšanlega hęš.

Aušur Elķn nżtur žess ķ botn aš žaš sé svona mikiš af fólki hér. Alltaf einhver aš leika viš. Hśn er bśin aš vera meš eitthvaš kyssięši ķ dag. Vill kyssa alla į munninn. Hśn tekur mjög miklum framförum ķ aš tala žessa dagana. Er alltaf aš segja nż orš. Žaš mį nś eflaust deila um, hvort žau eru ķslensk eša dönsk eša einhver blanda. En viš finnum nś yfirleitt śt śr žessu. Hśn er farin aš geta opnaš śtidyrahuršina, sem er nś ekkert mjög snišugt. Hśn er oršin mjög dugleg aš pissa ķ koppinn žegar hśn er sett į hann, en er ekki enn farin aš koma sjįlf og segja aš hśn žurfi aš pissa. En žetta hlżtur nś allt aš koma.

Žaš var svo įkvešiš aš hafa amerķskt žema hér ķ dag. Fešgarnir eru aš baka einhverja rosa flotta amerķska köku (Missisippi mud pie)  og svo einhverjar samlokur meš banana og hnetusmjöri eins og Elvis boršaši. Žaš į svo aš hafa amerķskan morgunmat ķ fyrramįliš. Elli er aš fara heim į morgun. Viš hefšum nś alveg viljaš hafa hann lengur. En žaš er vķst ekki hęgt. Aušur veršur allavega sįr, hśn er svo hrifin af honum.

Viš fórum ķ bśš ķ morgun og į leišinni heim keyršum viš fram į sįlfręšinginn. Hann var aš labba heim, héldum viš. En svo komumst viš aš žvķ aš hann er oršinn heimilislaus, hann fęr engar bętur frį sveitarfélaginu lengur og hefur žvķ ekki efni į aš borga leigu. Hann bżr žvķ ķ tjaldi einhvers stašar śti į tśni. Hann er nś eflaust ekki mjög samvinnužżšur viš sveitarfélagiš og žess vegna hefur honum veriš hent śt.  Žaš veršur ekki gaman hjį honum ķ vetur žegar žaš veršur oršiš kalt.

Žaš veršur svo aš taka myndir af fķnheitunum hér fram į gangi og setja inn ķ vikunni.

kęr kvešja

Tisetgengiš


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman aš lesa fréttir af ykkur. Vonandi er sumariš komiš til ykkar, hér hefur veriš fķnasta vešur undanfarna daga. Žiš dugleg ķ framkvęmdunum, hér erum viš bara dugleg ķ aš gera ekki neitt !

Kvešja śr Garšinum.

Gunna og Bragi (IP-tala skrįš) 11.7.2011 kl. 12:24

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband