14.8.2011 | 16:48
Uppskera og verönd
Kæru bloggvinir
það er nú ekki mikið nýtt að frétta af veðrinu. Það hefur rignt mikið þessa vikuna. Bændurnir hér í nágrenninu eru orðnir ansi stressaðir yfir þessu, enda mikið í húfi. Við hin erum bara orðin alveg ótrúlega þreytt á þessari bleytu alltaf.
Annars gengur lífið sinn vanagang hér. Það hefur aldeilis verið tekið til hendinni hér um helgina. Það er búið að grafa fyrir verönd hérna í horninu fyrir framan, og setja sand í. Svo nú er bara eftir að setja niður hellurnar. Þetta er auðvitað heilmikil vinna, en við höfum fengið góða hjálp frá kunningja okkar hér í Tiset. Bóndinn fór svo að sækja mömmu sína á Billund í gær. Við vonum að hún hafi komið með eitthvað skárra veður með sér. En það lítur nú ekki út fyrir það akkúrat núna, það hefur nánast ekki birt til í allan dag.
Frúin dreif svo í að taka upp restina af kartöflunum og rófunum í gær. Kartöflurnar voru sumar farnar að mygla, sennilega út af allri bleytunni. Og rófurnar spruttu ekki almennilega. En það er allavega búið að sanna það að það er vel hægt að rækta íslenskar kartöflur hér í garðinum. En uppskeran er nú ekki svo mikil að við eigum nóg í útsæði fyrir næsta ár. Gulræturnar hafa ekki heldur vaxið sem skyldi, en Auður Elín er alveg vitlaus í þær og vill rífa þær beint upp úr garðinum. Nú er svo bara eftir að bíða og sjá hvort við fáum einhvern maís. Rabararinn verður sennilega ekki klár fyrr en á næsta ári. Enda höfum við svo sem nóg annað að gera en að búa til sultu.
Auði finnst voða skrýtið að amma hennar sé komin í heimsókn, en er nú mjög ánægð með það samt. Hún vill endilega vera úti að leika, þó það sé mígandi rigning. Það er náttúrlega bara fínt að hún er ekki hrædd við bleytu. Við fengum notað dót frá vinafólki okkar. Það voru meðal annars ýmsar töskur og litlir hestar. Hún er alveg ofsalega hrifin af þessu og vesenast mikið með þetta. Það stendur nú til að setja sandkassann og dúkkuhúsið hennar á hellur við hliðina á veröndina, þá er kannski meiri líkur á að hún tolli eitthvað við að leika sér þar. En það stóð nú líka til að girða hérna fyrir framan, svo hún sé ekki alltaf að hlaupa út um allt.
Það er nú víst ekki meira í fréttum héðan að sinni
Kær kveðja
Gummi, Ragga og Auður Elín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.