Ein í kotinu

Kæru bloggvinir

þá erum við orðin ein í kotinu aftur eftir nánast stanslausan gestagang i 3 mánuði. Það liggur við að maður sé í hálfgerðu spennufalli. Það á örugglega eftir að taka smá tíma að venjast þessu. Tengdamamma fór heim í gær. Svo nú þarf maður bara sjálfur að fara að brjóta saman þvottinn og taka til. Það er nú vonandi að maður muni ennþá hvernig á að gera þetta.

Það hefur annars bara rignt eldi og brennisteini hér undanfarið. Það hefur líka verið mikið þrumuveður. Það hefur annars ekki verið mikið af því í sumar. Það hefur því ekki enn tekist að prófa að sitja á nýju veröndinni. Það er enn eftir að leggja síðustu flísarnar, en það hlýtur að koma. Bóndinn dreif allavega í því í vikunni að grafa fyrir veröndinni, þá er það ekki eftir.

Á föstudagskvöldið var grill fyrir bæjarbúa í Tiset. Það var mjög gott veður allan daginn, en svo þegar átti að fara að grilla, þá fór að rigna og það komu þrumur og eldingar. En sem betur fer stytti upp og þetta varð bara mjög vel heppnað. Við vorum auðvitað ekki mjög lengi frameftir, því Auður Elín þurfti að fara að sofa. Maður er nú ennþá, eftir 3 ár í bænum, svona hálfpartinn út úr. Þetta er voðalega mikill klíkuskapur. Alveg furðuleg samsetning af fólki í svona litlum bæ.

Við héldum nú svona hjálfpartinn að verandamaðurinn kæmi að hjálpa okkur í dag, en það lítur ekki út fyrir það. Auður Elín er mjög svekkt yfir að vera búin að missa sandkasan sinn. Hún er orðin alveg skæð í að klæða sig sjálf í stígvél og hlaupa svo í burtu. Hún hefur stungið af oftar en einu sinni síðustu vikuna. Frúin sagði dagmömmunni frá því á mánudaginn að Auður myndi hætta eftir næsta mánuð. Hún virtist ekki taka það sérstaklega nærri sér, hún hefur allavega ekki látið neitt í ljós að hún eigi eftir að sakna Auðar. Hún er líka farin í fýlu út í dagmömmuna, sem Auður er að fara til. Þær hafa verið vinkonur hingað til. En hún hlýtur nú að koma til. Hún er farin í frí núna, og kemur ekki fyrr en eftir næstu viku. Á morgun ætlar Auður að fara til nýju dagmömmunnar, bara til að prófa. VIð eigum nú ekki von á því að það verði neitt vandamál. Það er það yfirleitt ekki.

Við höldum nú enn í vonina um að það komi smá sumar. Það væri allavega  voða gaman að geta viðrað sólhúsgögnin aðeins. Við keyptum þessi fínu húsgögn á tilboði í vor, en það er fyrst núna verið að setja þau saman og fúaverja þau.

Jæja það er víst lítið annað að frétta héðan

Kveðja

GUmmi, Ragga og Auður Elín

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl í einsemdinni.

Nú hafið þið marga mánuði til að jafna ykkur eftir ferðalanga sumarsins. Er þá búið að loka Hótel Tiset í bili ? Vonandi fáum við pláss á næsta ári fyrst við komum ekki í sumar. Hér er allt komið á fullt í skólastarfinu og alltaf nóg að gera þessar fyrstu vikur. Veðrið hefur verið þokkalegt en á að rigna nætstu daga. Steinunn var að flytja í gær úr miðbænum í Rvík í vesturbæinn og erum við gömlu hjónin með strengi eftir allan "stigaganginn". Fyrst þurfti að bera allt niður af annarri hæð og síðan allt upp á þriðju hæð. Bræður hennar voru reyndar duglegir að aðstoða og báru alla þungu hlutina. Heyrumst vonandi fljótlega:)

Kveðja úr Garðinum !

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband