Verandavinna

Kæru bloggvinir

Það kemur sennilega mikið á óvart en það hefur rignt meira og minna síðustu viku. Í gær var reyndar þurrt og heitt og í dag er mjög heitt, en það gengur á með skúrum. Karlarnir hafa verið að vinna í veröndinni um helgina og þetta er allt að taka mynd. Þetta verður flottasta veröndin í bænum. Maður kann ekki alveg við þetta, því við höfum aldrei haft svona fína verönd og svona fín sólhúsgögn. Það er nú heldur ekki hægt að sitja mikið kyrr, því Auður Elín er alltaf á einhverju flandri. En þegar það verður búið að girða fyrir hornið, ætti maður að geta notið þess betur að sitja hérna úti.

Gluggarnir komu svo í vikunni. Nú er bara að bíða eftir að sá sem ætlaði að hjálpa okkur við það, hafi tíma. Hann er sjálfur að skipta út gluggunum í húsinu sínu, og ætlaði að klára það um helgina.

Auður fór til nýju dagmömmunnar að prófa, á mánudaginn, og það gekk bara mjög vel. Hún var svo hjá gestadagmömmu restina af vikunni af því okkar venjulega er í fríi. Það er greinilega mjög mikil samkeppni milli þeirra dagmæðra sem vinna hjá bænum og þeirra sem eru sjálfstæðar. Þessar hjá bænum þola allavega ekki að þessar sjálfstæðu séu að sanka að sér börnum. Gamla dagmamman kemur úr fríi á morgun, það verður spennandi að sjá í hvaða skapi hún verður.

Annars gengur allt sinn vanagang. Tíminn flýgur áfram og manni finnst maður ekki ná nema helmingnum af því sem maður ætlar sér.

Frúin skellti sér í mæðrahóp í morgun. Hún hefur ekki nennt lengi, en ákvað að skella sér. Það var mjög fínt. Ein í hópnum var að eignast tvíbura. Það er ekkert smá skrýtið að halda á svona pínulitlum börnum. Maður er alveg búin að gleyma að Auður Elín var svipað lítil einu sinni. Auður var nú voða forviitin að kíkja á þær og var nokkuð stillt í kringum þær. Svona miðað við að hún hefur aldrei séð svona lítil börn áður. Hún var heldur ekkert mjög afbrýðisöm, þó mamman hjálpaði til við að gefa þeim pela. Hún vildi auðvitað fá að smakka pelann og þótti þetta allt mjög merkilegt.

Jæja best að fara að láta hendur standa fram úr ermum

kveðja

Gummi, Ragga og Auður Elín

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband