25.9.2011 | 15:00
Sólin mætt á svæðið
Kæru bloggvinir
látið nú ekki líða yfir ykkur. Haldið ekki bara að sólin hafi skinið á okkur hérna um helgina. Auður hefur verið eins og kálfar á vorin, ekki vitað hvað hún ætti að leika sér með. Það hefur loksins verið hægt að setja sand í sandkassann og sitja úti á verönd. Manni fer að hlakka til næsta sumar að geta nýtt þetta meira. Það spáir nú víst sól eitthvað í næstu viku líka. Það væri nú ekki leiðilegt ef það rættist.
Annars er allt í föstum skorðum hérna. Við vorum búin að plana að setja gluggana í um helgina, en fólkið sem ætlaði að hjálpa þurfti að hirða gras, meðan það er þurrt. Þau eru með nokkra hesta og það hefur varla viðrað til að hirða fyrr en núna. En þau eru búin að lofa að koma næstu helgi, svo við vonum það standist. Þegar gluggarnir eru komnir í, ætti að fara að hægjast eitthvað um í framkvæmdum. Það er enn eftir að mála vegginn við veröndina. Bóndinn hefur verið svo slæmur í bakinu um helgina að það hefur ekki verið hægt að ráðast í slíkar stórframkvæmdir. Hann á nú bágt með að gera ekki neitt, svo hann hefur eitthvað verið að taka til og laga þakrennur og svoleiðis. Annars hefur þetta verið mesta rólegheitahelgi lengi. VIð verðum að trappa smám saman niður, annars leggjumst við sennilega bara í bælið.
Auður Elín er ennþá mjög ákveðin í að gera okkur foreldrana gráhærða. Hún er ótrúlega þrjósk þetta barn. Það er auðvitað mjög gott að hún vill gera hlutina sjálf, en stundum getur hún bara ekki gert allt, og þá er pínu erfitt að fá að hjálpa. En hún er ótrúlega dugleg að hjálpa til og manni kemur stundum á óvart að hún skilji hvað maður sé að biðja um.
Hún á ekki nema viku eftir hjá dagmömmunni og við getum ekki sagt við eigum eftir að sakna hennar. Hún er hætt að reyna að fela það eitthvað að hún nenni ekki að vinna vinnuna sína. Hún var inni þegar ég sótti Auði á föstudaginn og 3 stelpur úti að leika einar. Maður veit svo sem ekki hvað þær voru lengi einar úti, en okkur finnst þetta nú ansi mikið kæruleysi. Manni finnst nú eiginlega alveg ótrúlegt að enginn hafi kvartað yfir þessu, því þetta er ekkert í fyrsta skipti sem þetta gerist.
Það á svo að nýta síðustu sólargeilslana og grilla og borða úti á verönd. Það er ekki hægt að pakka sólhúsgögnunum niður án þess að hafa notað þau allavega einu sinni.
Jæja enn hefur ekki komist í verk að setja inn myndir en það verður rekið á eftir því aftur núna.
Kveðja úr sólinni
Gummi, Ragga og Auður Elín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.