Kuldaboli

Kæru bloggvinir

héðan er allt gott að frétta. Hér er mjög fallegt veður, en svolítið kalt. Við skelltum okkur í göngutúr í morgun og gáfum hestunum brauð. Auður er alveg yfir sig hrifin af hestum og þótti þetta mjög skemmtilegt. Það voru líka töluvert margir kettir á leið okkar og ekki spillti það fyrir.

Annars er hér allt í svipuðu horfi. Auður er alveg yfir sig ánægð hjá nýju dagmömmunni. Hún hendist til hennar á morgnana og vill ekki sjá að koma heim seinnipartinn. Hún knúsar bæði dagmömmuna og litla strákinn sem er hjá henni. Honum finnst nú víst nóg um stundum. Hún hefur verið dálítið erfið að sofa undanfarið. En við erum búin að fá svona sérstaka sæng, sem á að hjálpa henni að sofa. Hún svaf med hana í nótt og svaf alla nóttina. Hvort það er eitthvað tilfallandi veit ég ekki, en vona að þetta hjálpi.

Hún er að æfa sig í að púsla og kubba og finnst það mjög sniðugt. Dagmamman er svo víst að æfa hana i að teikna. Þær eru nú líka alltaf að æfa sig að tala og henni fer mjög mikið fram. Hún er farin að setja tvö og tvö orð saman.

Við komumst að því í vikunni að það eru komnir óboðnir gestir á loftið. Það eru komnar mýs milli loftsins og gólfsins. Maður heyrir þær hlaupa eftir loftinu þegar maður liggur í svefnherberginu. Það er nú ekki eins og mann langi eitthvað að hafa svona kvikindi, en það er erfitt að losna við þær. Þegar það var verið að skipta um glugga, fundu karlarnir hauskúpur af músum í einangruninni. Við verðum að reyna að finna út hvar þær fara inn og kannski henda einhverju eitri fyrir þær. Þeim finnst sennilega svona fínt að búa hérna núna, af því það er orðið svo heitt hérna inni. Við höfum ekki orðið vör við mýs síðan fyrsta árið sem við bjuggum hérna.

Í kvöld koma svo dagmamman og maðurinn hennar í mat. Hann hjálpaði svo mikið til að leggja veröndina í sumar að við vorum búin að lofa honum mat í staðinn. En það hefur bara ekki komist í verk að bjóða þeim fyrr en núna.

Jæja það er víst lítið meira að frétta héðan í billi

kveðja

Gummi, Ragga og Auður Elín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband