Jólasnjórinn kominn

Kæru bloggvinir

Þá geta jólin komið. Jólasnjórinn kom í morgun. Það var nú reyndar bara smá slydda og þetta er allt farið núna. En þeir eru að spá þessu eitthvað næstu daga. Ekkert allt of spennandi.

VIð fórum að taka á móti jólasveininum síðasta sunnudag. Það var jafn kjánalegt og venjulega. Fólk er svo formlegt hérna, að þegar maður er búin að ræða um veðrið, þá er ekki mikið annað eftir að ræða. En Auði fannst jólasveinninn mjög spennandi. Hún fékk poka með bæði sælgæti og ávöxtum í. Það var auðvitað mjög spennandi, en hún var búin að gleyma honum þegar hún kom heim aftur. Hún fór svo með dagmömmunni og öðrum dagmömmum og börnum og skreytti jólatré í vélasölunni hérna á horninu. Þar hitti hún annan jólasvein. Hún var ekkert smeyk við hann, leiddi hann og fékk að prófa traktor með honum. Hún og húsbóndinn hafa annars verið ansi kvefuð undanfarið. Það hefur verið mjög breytilegt hitastig undanfarið og sennilega er það ástæðan fyrir kvefinu. Það eru mjög margir kvefaðir í kringum okkur.

Það var jólahlaðborð í vinnunni hjá frúnni á föstudaginn. Það var pantaður matur og svo var sungið og leikið sér. Það var fínt. Það var skrýtið að koma svona seint heim á föstudegi. Venjulega er maður komin heim um 3 leytið, en það dróst til klukkan 6 síðasta föstudag. Í morgun komu svo kunningjar okkar í morgunmat. Bóndinn keyrir fósturbarn þeirra í skóla. Þau eru með þrjú börn í fóstri og þau komu öll með. Það er ekki hægt að fá hvern sem er til at passa, svo þau eru nú víst oft með. Auði fannst þetta óskaplega skemmtilegt, sérstaklega af því ein stelpan var dugleg að leika við hana. Auður er almennt mjög heilluð af svona stórum börnum og horfir á þau með aðdáun.

Það hefur gengið á með rosalegum rigningarskúrum í nótt og í morgun. Það voru þrumur og eldingar í nótt og það vaknaði Auður við. Það buldi á öllu.

Við héldum að við værum laus við mýsnar á loftinu, en það var nú bara í stutta stund. Það er allt komið á fullt þarna uppi aftur. Það á að reyna að eitra fyrir þeim aftur og sjá hvort það hjálpar eitthvað.

Við fórum í gær að kaupa eitthvað smá jólapunt í gluggana. Það hefur aldrei verið keypt mikið af svoleiðis, svo nú var ákveðið að kaupa eitthvað til að setja í nýju gluggana. Það er nú pínu erfitt að skreyta þá, af því það er kross í miðjunni. En það reddast nú.

Annars er jólaundirbúningurinn vel á veg kominn. Flestar jólagjafir eru komnar í hús, og búið að kaupa jólakortin. Bara eftir að skrifa á þau. Svo hér verður nú ekki mikið jólastress. Frúin komst að því fyrir tilviljun að passinn hans Gumma er útrunninn. Við þurfum því að fara í bæ sem er 70 km héðan og fá einhvern bráðabirgðapassa og svo verður hann að endurnýja hann heima.

Jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í bili

Kveðja

GUmmi, Ragga og Auður Elín

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband