8.1.2012 | 12:36
Hverdagsleikinn snýr aftur
Kæru bloggvinir
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Þá er hverdagsleikinn snúinn aftur hér í Tiset. Ferðin til Danmerkur gekk fínt. Auður Elín varð lasin kvöldið áður en við flugum og svaf alla leiðina í fluginu. Hún var með háan hita þegar við komum heim. Frúin fór með hana til læknis á fimmtudaginn og hún er komin með lungnabólgu. Hún fékk sýklalyf og hefur verið hitalaus í gær og í dag. Hún hóstar ennþá svolítið. Það fyrsta sem hún sagði þegar við komum til Tiset var nafnið á dagmömmunni. Hún verður örugglega ánægð að sjá hana á morgun. Það er komin ný 2 ára stelpa til hennar, svo þá hefur Auður einhvern að leika við. Það verður nú örugglega einhver smá afbrýðisemi til að byrja með. Auði finnst henni nú eiga heilmikið í dagmömmunni.
Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt þegar maður er í heimsókn á Íslandi. Manni finnst maður nýkominn þegar það er kominn tími til að fara til baka. En þetta var mjög fínt og æðislegt að fá að vera með í skírninni hjá litla barnabarninu henni Krístínu Júlíu. Hún hefur verið voða óvær undanfarið, en það er víst eitthvað að lagast. Auður var pínu afbrýðisöm út í hana, en fannst hún mjög spennandi.
Það hefur verið mjög milt veður síðan við komum hingað í Danaveldi. Það var víst mjög fínt yfir jólin líka. Það kom pínu frost í síðustu viku, en svo skipti aftur yfir í rigningu og grátt veður.
Á föstudaginn var okkur boðið í mat hjá Íslendingunum sem við kynntumst fyrir jólin. Það var rosa fínt.
Við höfum annars bara verið hálfslöpp og þreytt eftir Íslandsferðina. VIð höfum sofið lengi fram eftir um helgina. Það hefur nú bara ekki skeð í mörg ár að við höfum öll sofið frameftir. Svo við hljótum að hafa verið þurfandi.
Það voru teknar slatti af myndum heima á Íslandi, en flestar á myndavélina hennar Helgu, svo þær koma ekki inn strax. Það verður að reyna að vinna í því.
Við drifum jólaskrautið niður í kassa í gær. Það er nú alltaf pínu tómlegt þegar maður er búinn að taka það niður, en að sama skapi er maður orðin pínu þreyttur á að horfa á það.
Jæja ætli þetta verði ekki látið duga í bili
Kveðja
Ragga, Gummi og Auður Elín
Athugasemdir
Heil og sæl og gleðilegt ár.
Gaman að heyra frá ykkur á nýju ári en leiðinlegt að heyra að Auður Elín hafi verið veik. Þá fáum líka loksins að sjá hvað stelpan hennar Helgu heitir, Kristín Júlía, fallegt nafn. Hér er bara rigining og rok alla daga og snjórinn smá saman að fara. Erum ennþá að spá i flug til Billund í júlí, þurfum að spjalla saman hvenær er hentugast að koma.
Kveðjur frá öllum í Garðinum.
Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.