Allt á fullu

Kæru bloggvinir

það hefur bara verið allt á fullu hér í dag, svo það er fyrst tími til að blogga núna. Vonandi er fólk ekki búið að gefast upp á að bíða! :) Hér er enn milt veður, þó hefur verið næturfrost í gær og í dag, en mjög fallegt veður. Það er vonandi að það haldist bara áfram.

Við hjónaleysin höfum verið óskaplega þreytt á morgnana undanfarið og Auður líka. Hún hefur nú verið pínu slöpp þessa vikuna, en er öll að koma til. Það var nú samt ákveðið að drífa loksins í að fara í líkamsrækt. Við erum búin að fá stelpu til að passa, og förum með Íslendingunum sem við erum búin að kynnast. Þau eru búin að vera í ræktinni í svolítinn tíma, svo þau kunna á þetta allt saman. VIð stefnum allavega á að reyna að vera svolítið hress í þessu. Enda ekki vanþörf á. Það er nú alltaf erfitt að komast í gang, þegar maður hefur ekki verið að hreyfa sig mikið í langan tíma, en það þýðir ekki annað en að vera harður og harka þetta af sér.

Við fórum út að labba í morgun. Við ákváðum að breyta til og fara inn til Gram og labba kringum gömlu konungshöllina. Við höfðum nú alltaf haldið þetta væri bara einhver pínulítill garður, en komumst að því að þetta er rosa stórt svæði og mjög fallegt að labba þarna. Ekki skemmdi fyrir að það var mikið af öndum, sem Auði þótti nú ekki leiðilegt að kíkja á. Hún er búin að vera með flug á heilanum síðan við komum heim. Það fyrsta sem hún sagði í morgun þegar hún vaknaði, var "fljúga". Henni finnst skrýtið að við getum ekki bara skellt okkur í flugvél hvenær sem er.

Við erum búin að lofa að skella okkur á þorrablót hjá Íslendingafélagi í bæ hérna, ca. hálftíma keyrslu héðan. Íslendingarnir sem við erum búin að kynnast ætla að fara og við ákváðum að skella okkur líka. Bóndanum hlakkar allavega til að geta borðað þorramat. VIð höfum aldrei prófað að fara á þorrablót hérna, svo það er kannski kominn tími til. Þetta verður í byrjun febrúar, svo þangað til verður maður bara að taka á því í líkamsræktinni, svo maður líti vel út á blótinu.

Það er ekki hægt að kveikja á sjónvarpi hér þessa dagana, þar sem það eina sem er í því eru myndir í sambandi við 40 ára embættisafmæli drottningarinnar. Hún er víst ekkert að spá í að fara frá. Ætlar sér víst að deyja í embætti. Maður skilur náttúrlega ekki öll þessi læti í kringum þetta.

Jæja það er víst ekki meira að frétta héðan í bili

kveðja

Gummi, Ragga og Auður Elín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband