22.1.2012 | 18:44
Veðurblíða
Kæru bloggvinir
hér hefur allt verið á fullu í dag, svo það er fyrst núna tími til að blogga. Við vorum úti að spila fótbolta við Auði í morgun. Það hefur verið mjög milt og fínt veður undanfarið. Við erum bara mjög ánægð með það. Við kíktum svo á skrifborð, sem var verið að bjóða okkur að hirða. Ein sem er með bóndanum í íþróttafélaginu er að flytja heim til kærastans, sem býr líka hér í bænum. Hún er því að losa sig við ýmislegt. Gott að geta nýtt sér það.
Við erum búin að vera voða dugleg að fara í líkamsrækt. Þetta verður nú pínu auðveldara, eftir því sem maður fer oftar. Auður Elín er voða ánægð með barnapíuna og er alveg sama, þó við skreppum í burtu. Það er komin önnur stelpa til dagmömmunnar og önnur á leiðinni. Hún hefur nú eitthvað verið ósátt við að hafa ekki eins mikla athygli, en það hlýtur að venjast. Hún á að byrja á leikskóla í sumar. Planið er að venja hana við í lok júlí, þegar við erum búin með sumarfríið okkar. Það er ómögulegt að láta hana byrja, rétt áður en við förum í sumarfrí. Svo frúin verður bara að taka eina viku extra í sumar. Vonandi tekur hún þessu nú vel. Það verða allavega viðbrigði að vera með svona mörgum börnum allan daginn.
Auði fer mikið fram í að tala þessa dagana. Hún er líka að æfa sig að vera minna með snudduna. Það er nú ekki nauðsynlega mjög vinsælt. En hún gleymir sér nú oft. Hún talar orðið meiri íslensku hérna heima og apar allt eftir manni.
Bóndinn fór á fund hjá íþróttafélaginu í vikunni. Það á að reyna að sameina félögin hér í bænum, en þetta er nú ekkert sem maður anar að. Þeir reikna með að það verði hægt að sameina þetta á þessu ári, þannig að þetta verði orðið eitt félag í janúar 2013. Manni finnst nú fyndið hvað er hægt að gera mikið mál úr svona hlutum. En þetta hlýtur að verða voðalega gott fyrir vikið.
Annars hefur nú allt verið með kyrrum kjörum hér í vikunni. Við vorum orðin smeyk um að hinn sálfræðingurinn í bænum væri fluttur. Við höfum ekki séð hann síðan við komum frá Íslandi. En við sáum hann í morgun, svo hann sefur einhvers staðar hér í grenndinni.
Við hittum gömlu dagmömmuna hennar Auðar í líkamsræktinni í morgun. Hún var eins og draugur og heilsaði varla. Frúin sat svo við hliðina á henni og náði að toga upp úr henni nokkur orð. Hún spurði nú ekkert um Auði, en bað svo að heilsa henni, svona þegar ég var búin að nefna hana eitthvað. Hún á greinilega erfitt konugreyið.
JÆja ætli við látum þetta ekki nægja í bili
kveðja
Gummi, Ragga og Auður Elín
Athugasemdir
Sæl
Gaman að heyra frá ykkur að venju. Vildi að veðrið hér væri svona milt og gott. Vorum á svaka þorrablóti í gær, 700 manns í íþróttahúsinu hérna og svaka fjör og mikið dansað. Erum búin að kaupa flug út 4. júlí og heim 16. júlí. Erum svo að skoða bílaleigubíl o.fl. Voru ekki myndir á leiðinni
Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.