29.1.2012 | 16:35
Snjór
Kæru bloggvinir
Þá fengum við snjó. Sumir eru auðvitað mjög ánægðir með það, meðan aðrir eru að væla yfir því. En þetta er nú bara smá föl ennþá. Vonandi verður það ekki meira. Okkur litist ekkert á að fá allan snjóinn sem við höfum heyrt að sé á Íslandi núna. Það færi nú allt í vaskinn ef við fengjum það hingað.
Héðan er annars lítið nýtt að frétta. Allt við það sama. Bóndinn náði sér í kvef í síðustu viku og nú er frúin svo orðin þrælkvefuð. Alveg óskaplega skemmtilegt. Ungfrúin hefur sloppið nokkuð vel hingað til. VIð drifum okkur út í snjóinn í morgun. Við löbbuðum og gáfum hestunum brauð. Þeir voru voða ánægðir að fá smá bita í kuldanum.
Í gær komu Íslendingarnir í heimsókn. Karlanir sátu og horfðu á fótbolta, meðan við kerlurnar bökuðum einhver ósköp af ýmsu góðgæti. Þetta var heilmikið fjör og hamagangur í eldhúsinu. Það er búið að fylla frystinn af brauði og kökum. Dagurinn endaði svo á að borða kjötsúpu. VIð vorum ekki svöng eftir þann daginn. Maður var nú hálflúinn eftir þetta. Enda ekki vanur að standa svona mikið upp á endann og baka og elda. En allt hafðist þetta nú.
Við erum búin að fá fullt af myndum úr skírninni hennar Kristínar Júlíu og eitthvað fleira frá Íslandi. Bóndinn verður að reyna að setja þetta inn í vikunni. Hann er orðinn svo æstur í að fara í líkamsræktina að hann ætlar víst að fara að mæta á morgnana líka. Við erum bæði orðin betri í skrokknum, svo eitthvað gagn hlýtur þetta að gera. Við höfum svo aðeins verið að prófa að fara í gufubað á eftir ræktina á sunnudögum og það er voða notalegt. Maður er þvílíkt slakur á eftir.
Næstu helgi á svo að prófa að fara á þorrablót með Íslendingunum. Við höfum ekki gert þetta áður, svo þetta verður spennandi. Við þekkjum örugglega engan, en bóndann langar mikið í súra punga og annað góðgæti. Hann verður örugglega sáttur ef hann fær nóg af svoleiðis.
Jæja það er víst lítið annað til tíðinda í bili
Kveðja
Gummi, Ragga og Auður Elín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.