12.2.2012 | 17:02
Áframhaldandi frosthörkur
Kæru bloggvinir
Hér hafa verið miklar frosthörkur undanfarið. Kuldinn hefur farið niður í 18-20 gráðu frost. Það er eins gott við vorum búin að skipta um glugga í húsinu. Annars hefði okkur nú orðið ansi kalt. En það er búið að vera heldur hlýrra um helgina.
Það hefur verið voða mikið að gera hér í dag. Við fengum gesti í morgunmat. Það voru danskir kunningjar okkar. Þau fengu bæði rúnstykki og hákarl á eftir. Þeim fannst nú hákarlinn ekki spennandi. En fengu líka harðfisk og fannst það víst allt í lagi. Flestir Danir guggna nú á að smakka hákarlinn, en þau voru ekki hrædd við þetta. Þegar gestirnir voru farnir drifum við okkur í líkamsrækt. Svo var svo gott veður að við ákváðum að skella okkur aðeins út að labba. Uppáhaldsleiksvæði dótturinnar er traktorasalan hér við hliðina. Svo það var kíkt á það. Svo komum við við hjá fólki sem er að gera upp hús hérna á bak við okkur. Það hefur staðið autt lengi. En svo var fólk í bænum sem keypti það. Dóttir þeirra var hjá sömu dagmömmu og Auður Elín, svo hún getur kannski fengið einhvern að leika við þegar þau flytja. Auður er annars orðin voða dugleg að sitja inn í herbergi og "lesa" og syngja. Hún situr og flettir bókum og blaðrar eitthvað eða syngur. Þetta er nú frekar fyndið en líka mjög krúttlegt.
Annars er að fjölga hér á heimilinu, allavega tímabundið. Helga og Kristín Júlía litla eru að koma hérna út í lok febrúar og verða í einhvern tíma. Það verður spennandi. Það er spurning hvað Auður segir við því að fá svona litla skvísu á heimilið. Henni finnst það nú sennilega pínu skrýtið.
Það var meiningin að hún yrði heima hjá pabba sínum næstu viku, því það er frí í skólanum. En dagmamman spurði hvort hún mætti ekki koma, svo hin stelpan sem hún er með hefði einhvern að leika við. Svo hún fer til dagmömmu allavega á morgun. Bóndinn ætlar sennilega að reyna eitthvað að gera við hérna inni. Það er alltaf eitthvað smotterí eftir.
Frúin ætlar að halda einn frídag í næstu viku og svo á að kíkja til Árósa á laugardaginn. Það er orðið ansi langt síðan við höfum rennt til Árósa. Félagi okkar er orðinn svo mikill sjúklingur að við höfum ekki getað heimsótt hann. En við vonum það heppist að kíkja á hann núna.
Jæja munið að kíkja á myndirnar frá Íslandi
Kveðja frá kuldabolalandi
Gummi, Ragga og Auður Elín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.