26.2.2012 | 15:33
Bolludagshátíð
Kæru bloggvinir
Þá er búið að slá köttinn úr tunnunni hér í Tiset. Það var mikið af fólki í margs konar búningum. Auður var nú pínu smeyk við alla þessar kynjaverur. Hún hitti vin sinn sem er hjá dagmömmunni í Tiset og þau voru voða mikið að knúsast og haldast í hendur.
Það er að verða eitthvað vorlegra hjá okkur. Það er nú samt pínu kalt ennþá.
Það er búið að vera mikið um að vera hér um helgina. Á föstudaginn fórum við í keilu, Auði fannst þetta mjög spennandi, sérstaklega af því að það voru diskóljós og há tónlist. Þegar við ætluðum að fara heim fór að rjúka úr bílnum, svo við komumst ekki á honum heim, en íslensku vinir okkar skutluðu okkur heim og ýttu bílnum okkar heim til sín. Það var nú ekki beint það sem okkur vantaði að hann færi að bila aftur núna. Hann er nýbúinn að vera á verkstæði. Við verðum að henda honum aftur inn á verkstæði á morgun og sjá hvað hann segir. Frúin þarf sem betur fer ekki að fara að vinna fyrr en um hádegi á morgun, svo hún þarf ekki að stressast yfir því. Það er algjörlega óþolandi að vera svona háð því að eiga bíl. En við vorum svo heppin um helgina að fá lánaðan bílinn frá Íslendingunum.
Í gær fórum við svo að sækja Helgu Rut og Kristínu Júlíu í lestina. Sú stutta var bara búin að standa sig eins og hetja í gegnum flugferðina og lestarferðina. Auði leist nú bara nokkuð vel á frænku sína og vill gjarnan sitja hjá henni og gefa henni snudduna og hjálpa henni. Það er ekki víst að henni lítist eins vel á þetta þegar hún áttar sig á því að hún er ekkert að fara heim alveg strax. Okkur gömlu hjónaleysunum þótti auðvitað mjög gaman af að sjá þær mæðgur. Áður en þær komu var farið upp á loft að sækja sængur og svoleiðis. Við skildum ekkert í því að það var svo vond lykt uppi á lofti. VIð tókum nokkrar sængur með okkur niður og von bráðar fór allt húsið að lykta. Það var farið upp á loft að reyna að finna hvaðan lyktin kæmi. Þá fannst dauð mús undir svefnsófanum. Þvílíkur viðbjóður.
Í dag var svo byrjað á að fara í morgunkaffi hjá gömlum vinnufélaga frúarinnar og svo var farið að slá köttinn úr tunnunni eftir hádegi. AUður Elín var klædd í búning og fékk 3 verðlaun fyrir. Hún fékk 50 kr. Síðan er bóndinn og Óli farnir til Kolding að horfa á einhvern stórmerkilegan fótboltaleik. Hann er ekki sýndur í sjónvarpinu, svo þeir urðu að fara að horfa á hann á stórskjá á einhverjum bar.
Jæja ætli þetta sé ekki það sem hefur verið merkilegast hér í vikunni.
Kveðja
Gummi, Ragga og Auður Elín
Athugasemdir
Sæl og blessuð.
Bilaður bíll er ekki það besta þegar þarf að sækja vinnu langt í burtu en vonandi leysast þau mál. Gaman að fá litla krílið í heimsókn til ykkar.
Við erum að skoða bílaleigu og gistingu því ekki ætlum við að setjast upp hjá ykkur í 12 daga þó við þiggjum húsaskjól í einhverja daga. Vorum að spá í keyra til Skagen og vera þar kannski 2-3 daga, annað er óákveðið. Það er bara spurning hvort við eigum að byrja hjá ykkur eða enda. Bragi hringir örugglega fljótlega til að ræða málin.
Vorkveðjur til ykkar en hér er ennþá vetur.
Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.