Kanínuævintýri

Kæru bloggvinir

Héðan er allt gott að frétta. Það hefur verið milt veður hér síðustu viku. Í dag er reyndar mjög kalt. Þeir voru búnir að tala um að það ætti að fara að snjóa, en það hefur nú ekki gerst ennþá. Vonandi að hann sleppi því bara.

Bíllinn fór á verkstæði á mánudaginn og frúin fékk lánaðan bíl á meðan. Þetta var nú sem betur fer ekki alvarlegra en að vatnsdælan var farin. Þetta varð því ekki neitt rosalega dýrt. En nóg samt. Vonandi bara að bíllinn verði til friðs í einhvern tíma.

Annars hefur verið nóg að gera hér undanfarið að sinna börnum og búi. Auður er nú eitthvað farin að bregðast við því að hafa fengið litlu frænku sína í heimsókn. Hún er allavega búin að vera mjög öfugsnúin um helgina. En við reiknum nú með að það líði hjá. Við erum að gera tilraun með að láta hana sofa inni núna um miðjan daginn. Hún er ekki að skilja þetta og vill alls ekki gefa sig. Hún er orðin of stór til að sofa í barnavagninum. Þetta verður eflaust eitthvað skrautlegt. Hún vaknaði kl. 5:30 í morgun, svo hún ætti nú að vera orðin þreytt. Við drifum hana út að leika í morgun, til að brenna orku.
Við fórum í ungbarnasund í gær og Helga Rut og Kristín Júlía komu með. Kristín Júlía var alveg að fýla sig í tætlur. Ekkert smeyk við öll þessi læti.

Í dag er svo planið að sækja kanínurnar sem kunningjar okkar eru að losa sig við. Bóndinn ætlaði nú fyrst bara að fá ungana, en svo ákvað hann að taka bara bæði fullorðnu kanínurnar og ungana. Það verður nú eitthvað skrautlegt, allavega ef þær fara að fjölga sér meira. En þær eru voða sætar greyin. VIð erum búin að gera pláss fyrir þær hér á bak við hjá okkur og í sumar geta þær verið úti í garði. Auði finnst þær voða krúttlegar. Við erum byrjuð að safna matarafgöngum handa þeim, svo það verður bara veisla þegar þær koma í dag.

Það var voða fallegt veður hér í gær og mann kitlaði í puttana að fara að gera eitthvað úti við, en þetta var nú meira svona gluggaveður, það var nú ansi kalt. En það voru nú einhverjir sem fóru að moldvarpast eitthvað í görðunum hjá sér.

Það er búið að taka nokkrar myndir af bæði Auði og Kristínu Júlíu, það er aldrei að vita nema þeim verði hent inn hér á næstu dögum.

Jæja það er víst ekki mikið annað hér að frétta í bili

Kveðja

GUmmi, Ragga og Auður Elín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband