Bakstur

Kæru bloggvinir

Þá er runninn upp enn einn sunnudagurinn. Alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Það hefur verið heldur hryssingslegt veður í vikunni, hífandi rok og oft ansi napurt. En þeir eru nú eitthvað að tala um að það eigi að fara að vora. Svo við treystum því.

Annars hefur vikan verið mjög hefðbundin hjá okkur. Í gær var farið í verslunarleiðangur. Það var nú aðallega Helga Rut sem þurfti eitthvað að komast í búðir. Við hjónaleysin vorum nú hálfslöpp í þessu. Enda ekki það skemmtilegasta sem við gerum að vera að versla. Það er ekki gert nema brýna nauðsyn beri til. Í gærkvöldi buðum við íslensku vinum okkar í svið. Það var restin úr frystinum. Tókum auðvitað myndir af gjörningnum og vinir okkar settu þetta inn á facebook. VIðbrögðin létu auðvitað ekki á sér standa. Dönum finnst þetta óskaplega skrýtinn siður.

Í dag fór svo bóndinn með félaga sínum til Þýskalands að kaupa gos og kattamat og ýmislegt fleira. Það borgar sig orðið að kaupa ýmsar vörur í Þýskalandi af því vöruverð hefur hækkað mjög mikið hér undanfarið. Frúin fór út að viðra dótturina. Planið var nú eiginlega að fara niður á leiksvæðið, en við fórum gegnum skóginn og það var nú ævintýri út af fyrir sig. Auður þarf alltaf að rannsaka alla hluti gríðarlega vel og velta öllum steinum á leiðinni. Göngutúr sem tekur venjulega 5 mínútur, tók því næstum því 45 mínútur og þegar við komum á leiksvæðið vildi hún frekar safna könglum en að leika í leiktækjunum. Það getur nú tekið á þolinmæðina að fara út með barnið, þar sem hún tekur sinn tíma í þetta. En það er alveg þess virði.
Eftir þetta allt saman fórum við svo í líkamsrækt og komum svo heim og bökuðum pönnsur og bananaköku. Ekki veitti af að bæta á sig eftir að hafa spriklað svona mikið.

Við höfum verið að taka kanínurnar aðeins inn til skiptis. Frúin stóð fyrir því einu sinni í vikunni og ætlaði aldrei að ná henni aftur, til að setja í búrið. Þær eiga nú sennilega eftir að venjast þessu betur. Þær eru alveg eins og beljur á svelli þegar þær eru að reyna að fóta sig á parketinu hérna inni. Bóndinn er ekki enn búinn að setja inn myndirnar, en ætlar að gera það í vikunni.

Auður Elín er í miklum mótþróa þessa dagana. Foreldrum sínum til mikillar skemmtunar. Þetta kemur sem betur fer í tímabilum svo hún hegðar sér vel inn á milli.

Fyrstu pantanirnar í gistingu á Hótel Tiset, fyrir sumarið eru að koma í hús. Það er von á Braga bróðir Gumma og konunni hans, í byrjun júlí. Svo ef einhverjir aðrir eru að hugsa um að panta gistingu, þá er um að gera að fara að gera það! :).

Kristín Júlía er alveg eins og engill, borðar og sefur og það heyrist nánast ekki í barninu. Hún sefur allar nætur og er almennt óskaplega meðfærileg.

Og svo að lokum, það væri nú fínt ef fólk nennti að kvitta hérna inni svona einstaka sinnum, svo við vitum að einhverjir aðrir en Bragi og Gunna lesi bloggið okkar! :)

Jæja ætli við látum þetta ekki duga í bili

Kveðja

Ragga, Gummi, og restin af genginu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl öll sömul.

Já við bíðum spennt á sunnudögum að lesa bloggið, alltaf gaman að heyra af ykkur.

Kveðja frá öllum !!

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 22:09

2 identicon

Hæhæ, ég kíki reglulega á bloggið ykkar, hluti af netrúntinum :) Kveðja, Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 22:22

3 identicon

jú ég er hér líka fastur áhangandi......:-)  Bryndís

Bryndís (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband