Vorveður

Kæru bloggvinir

Þá er komið að hinni vikulegu bloggfærslu. Hér hefur verið smá vorlegt um helgina. Það er nú ekkert sérstaklega hlýtt ennþá, en þetta er allt að koma. Það er allavega kominn vorhugur í mann og við erum farin að spá í hvað eigi að setja niður grænmeti og svoleiðis í sumar. Það er hægt að sá einhverju af því í næsta mánuði. Það er nú oft um páskana að það fer að vora fyrir alvöru.

Hér hefur verið nóg að gera eins og venjulega. Maður kemur ekki nema broti af því í verk sem maður ætlar sér. Annars er Helga nú voða dugleg að taka það versta dags daglega. Það er voða munur.

Í gær var farið í allsherjar hreingerningu innandyra. Það var ekki orðið vanþörf á því. Ekki unnist tími til að gera þetta almennilega lengi. Það fylgir nú líka alltaf vorinu að vilja fara út og þvo gluggana. En ætli maður láti það nú ekki bíða eitthvað. Það er planið að reyna að jafna eitthvað lóðina hér á bak við, svo það sé hægt að slá þetta almennilega. Bóndann dreymir um að kaupa sér svona sláttutraktor, sem maður situr á, það er töluvert minna mál að slá garðinn með því, en með venjulegri sláttuvél. Það tekur heila eilífð að slá hann núna.

Í gær gerðist nokkuð stórmerkilegt. Frúin smakkaði sushi í fyrsta skipti. Hún hefur annars talað um það lengi að hún ætlaði aldrei að láta það inn fyrir sínar varir. En hún lét til leiðast og smakkaði það. Þetta var nú ekki eins slæmt og hún hélt. Tilhugsunin um að borða hráan fisk hefur hingað til verið óskaplega óaðlaðandi. En nú er maður búinn að prófa það og lifði það af. Bóndinn skellti sér svo út í gærkvöldi og grillaði kjöt í kvöldmatinn. Það var nú ansi napurt, en hann lét sig hafa það.

Í dag var svo farið í ræktina eins og venjulega. Við erum eitthvað að pæla í að vera þarna fram í næsta mánuð og fara svo bara út að labba og hjóla. Þetta er ansi dýrt og þegar það er komið betra veður, þá vill maður frekar nota tímann úti við. Við fórum svo aðeins út að labba með Auði. Hún finnur sér nú alltaf eitthvað spennandi að skoða. Það vantar allavega ekkert hugmyndaflugið í hana. Hún hefur annars verið ansi pirruð undanfarið. Sennilega hefur það eitthvað að gera með að hún fær ekki alla athyglina, hvorki hér né hjá dagmömmunni. Dagmamman hefur bara verið með tvö börn, en er núna með 4. Það hefur sjálfsagt líka áhrif. Auður er alveg heilluð af Helgu Rut og hermir eftir henni. Það er nú kannski ekki alltaf svo heppilegt.

Bóndinn og Helga eru búnar að setja inn fullt af myndum, bæði af Kristínu Júlíu og Auði Elínu.

Jæja það er víst ekki meira að frétta hér í bili

Kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband