Frystikistuævintýri

Kæru bloggvinir

Hér hefur heldur betur verið hamagangur í öskjunni þessa vikuna. Við héldum að vorið væri komið, en það hefur verið ansi kalt um helgina og frost í nótt, svo vorið er nú víst ekki alveg komið. En við vonum bara að það verði gott veður um páskana, svo maður geti verið úti í garði.

Í miðri viku gafst frystikistan okkar upp. Hún var búin að vera eitthvað slöpp en á miðvikudaginn var henni allri lokið. Þá voru góð ráð dýr þar sem hún var full af mat. Bóndinn hringdi í vinafólk okkar sem átti auka frystikistu sem við máttum fá. Þau komu með gripinn og hann var settur í samband, en það vildi ekki betur til en að það kviknaði í henni. Hún var búin að standa töluvert lengi, ónotuð. Þá var farið á internetið að leita að notaðri frystikistu til sölu. Við viljum ekki kaupa nýja frystikistu, meðan þetta er allt svona óþétt þarna á bak við. Bóndinn fann frystikistu í bæ ca. 50 km héðan, svo hann dreif sig af stað með Óla vini sínum. Þegar þangað var komið var frystikistan svo illa farin að þeim leist ekkert á hana. Þá var hringt í einvern annan sem var að selja frystikistu. Þeir brunuðu þangað og fundu þessa fínu kistu. Henni var stungið í samband og það kviknaði í henni líka. Þeir keyrðu heim, en þegar þeir voru komnir heim hringdi maðurinn með kistuna aftur og sagði hann væri búinn að laga hana. Þeir keyrðu til baka, en kistan var ekkert komin í lag. Svo við fengum að henda matnum í kistuna hjá vinum okkar. Í gær hringdi kistumaðurinn svo aftur og sagðist vera búin að laga hana aftur. Við renndum til hans og keyptum kistuna og hún er allavega ennþá í gangi. Vonandi að hún haldi því bara áfram. Þetta var nú þokkalega mikið vesen við að kaupa eina frystikistu.

Auður er orðin alveg söngóð. Það þarf að syngja fyrir hana á hverju kvöldi. Hún hefur nú hingað til bara hlustað, en um helgina byrjaði hún að syngja með og í morgun sat hún ein í stól og söng fyrir sjálfa sig. Það hefur verið alveg ómögulegt að fá hana til að sofa, eftir að klukkunni var breytt um síðustu helgi. Hún sofnar ekki fyrr en hálftíma seinna en hún er vön. Alveg óþolandi að þeir séu að þessu hringli. Við fórum í byggingarvörubúð í morgun. Við vorum að kaupa girðingarefni, svo það sé hægt að loka garðinum hér að framan. Svo þurfti líka að kaupa girðingarefni fyrir kanínurnar. Auður sá eldri mann í byggingarvörubúðinni með mikið hvítt hár og skegg. Hún benti og benti á manninn og sagði hátt, jólasveinn, jólasveinn á dönsku. Maðurinn heyrði það, en fannst þetta sem betur fer bara skondið.

Bóndinn er kominn í páskafrí, en frúin þarf að vinna næstu tvo daga og er svo komin í frí. Það þarf nú að gera ýmislegt í fríinu, svo það verður sennilega ekki mikil afslöppun.

Kveðja frá Tisetgenginu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband