Páskafrí

Kæru bloggvinir

gleðilega páska. Hér hefur aldeilis verið tekið til hendinni um páskana. Við erum búin að girða fyrir framan húsið, svo Auður geti leikið sér sjálf. Hún hefur nú ekki nennt að leika lengi í einu. En það getur verið það komi. Í dag var svo ráðist í að gera girðingu fyrir kanínurnar. Það er ekki búið. Það þarf að loka þessu mjög vel vel, svo þær grafi sig ekki út. Við ætlum að reyna að klára þetta á morgun.

Á miðvikudaginn fórum við til Árósa að heimsækja vin okkar. Hann er nú orðinn hressari en hann hefur verið. Við keyptum líka sumarföt á bóndann. Það þurfti að kaupa smá lambakjöt til að borða í dag. Við erum búin að panta meira lambakjöt. En það kemur ekki fyrr en í lok april. Það er nú um að gera að kaupa kjöt í nýju frystikistuna.

Á fimmtudaginn var yndislegt veður, svo við vorum úti allan daginn að girða. Það lá við að maður væri sólbrunninn eftir daginn. Á föstudaginn var svo skítakuldi, svo við vorum nú ekkert að vesenast úti við. En það er nú alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera inni við. Á laugardaginn keyrðum við svo til Kolding. Helga þurfti að komast í búðir. Við þurftum líka að kaupa sumarföt fyrir Auði. Það er ekki orðið mikið eftir af öllum þeim fötum sem við höfum fengið gefins. Búðarferðin tók nú þokkalega mikið á, af því það var allt troðfullt af fólki. Það var auðvitað búið að vera lokað í búðum í tvo daga, svo fólk var orðið mjög þurfandi. Við sluppum út eftir tæpa 4 tíma. Í dag var svo farið í að girða fyrir kanínurnar og svo á að borða með Ástu og fjölskyldu í kvöld. Auður fékk páskaegg í morgun. Við fengum send nokkur egg frá Íslandi í gær. Auði fannst þetta nú spennandi til að byrja með og smakkaði eitthvað af þessu. En lét pabba sinn svo fá skálina og bað um epli í staðinn. Það er búið að vera mjög gott veður hér í dag. Vonandi helst það áfram. Það er nú samt ennþá ansi kalt, nema þegar sólin skín.

Á morgun er svo göngutúr með íþróttafélaginu. Frúin á að baka köku til að borða eftir gönguna. Svo það verður ekki mikið slakað á í þessu fríi.

Það verður að reyna að henda inn myndum af Auði og girðingunum fljótlega

Kveðja

Gummi, Ragga og restin af genginu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband