Bænadagurinn

Kæru bloggvinir

hér hefur verið rjómablíða alla vikuna. En um helgina hefur auðvitað verið frekar skýjað og kalt. Manni finnst þetta nú oft vera þannig, að þegar maður er í fríi, þá er ekki eins gott veður og þegar maður er í vinnunni. Bóndinn hefur eytt öllum stundum í að vinna í skúrnum og þetta er nú allt að skríða saman hjá honum. Þetta er voðalega mikil sníðavinna, hann getur örugglega lagt fyrir sig bútasaum þegar hann er búinn með þetta. Planið er svo að mála skúrinn, og þá sést vonandi ekki eins mikið hvað þetta er mismunandi.

Á föstudaginn fengum við auka frídag. Það er bænadagur hér í Danmörku. VIð munum ekki hvers vegna hann er haldinn hátíðlegur, og Danirnir muna það örugglega ekki heldur. Það skiptir svo sem ekki miklu máli. VIð erum alveg sátt við að fá auka frídag. Það eru ansi margir frídagar framundan. Uppstigningardagur er eftir rúma viku og þá taka flestir frí á föstudeginum líka, svo maður fær 4 daga helgi. Eftir það er svo hvítasunnan, og svo er víst ekki meira fyrir sumarfrí.

Í gær var verið að halda upp á 70 ára afmæli vatnsveitunnar í bænum. Það var opið hús og boðið upp á veitingar. Þetta var nú ekkert rosalega vel sótt, mest gamla fólkið í bænum sem mætti til að fá ókeypis bjór og brauð. Eftir öll þessi herlegheit var svo farið með Helgu í verslunarferð. Það þótti okkur gamla settinu nú óskaplega skemmtilegt eins og venjulega.

Í morgun fórum við svo á markað hérna rétt hjá. Það er nú venjulega mikið af básum og dýrum og hinu og þessu. En í ár var þetta mjög lélegt. Það var tívolí og Auði fannst nú ekki leiðilegt að prófa tækin. Hún vildi bara meira og meira. Við keyptum ekkert, enda ekkert spennandi á boðstólum.

Við kíktum aðeins undir plastið á kálgarðinum í gær, til að vökva. Það er aðeins farið að gægjast upp, en það hefur sennilega ekki verið nógu heitt til að þetta taki almennilega við sér.

Auður er alveg á fullu að reyna á þolrif okkar þessa dagana. Það er ómögulegt að segja hvað er að angra hana, en hún er allavega verulega pirruð á köflum. Hún hefur verið verulega svekkt yfir að barnsfaðir hennar Helgu sé farin heim. Hún fór inn í herbergið þeirra á hverjum degi og kallaði á hann. Hún skildi ekkert í þessu.

Nágranni okkar er búin að fá eina kanínuna. Það hafa verið með eina, en hún dó í vikunni og þá var nú heppilegt að við áttum nokkrar á lager. Þær hafa verið mjög ánægðar með sólina þessa vikuna og flatmagað.

Jæja ætli sé ekki best að koma sér út að gera eitthvað

Kveðja

Tisetgengið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband