20.5.2012 | 13:56
Löng helgi
Kæru bloggvinir
þá er löng helgi að verða runnin á enda. Við erum búin að vera í fríi síðan á fimmtudag. Það er búið að vera frekar óspennandi veður, en seinnipartinn í gær og í dag er búið að vera mjög gott veður og hiti. Við höldum því í vonina um að sumarið sé á leiðinni. Við erum búin að taka plastið af kartöflunum og þær líta bara vel út. Það vantar bara almennilegan hita, þá kemur þetta allt saman.
Það hefur að sjálfsögðu ekki verið slegið slöku við, frekar en venjulega. Bóndinn er búinn að vera að vinna í skúrnum. Það er bara eitthvað smotterí eftir. Svo þurfti að slá garðinn. Í gær fengum við svo kunningja okkar til að sækja möl fyrir okkur í innkeyrsluna. Þetta er búið að standa til mjög lengi, en aldrei orðið neitt úr því. Sá sem sótti mölina gat svo sturtað henni hér í innkeyrsluna og slétt úr því versta með ámoksturstækjunum á traktornum. Þetta er enginn smá munur. Við þurfum samt að sækja pínulítið meira, bara á kerruna. Þetta var ekki alveg nóg.
Í gærkvöldi fórum við hjónaleysin í mat í boði fyrirtæki bóndans. Þeir áttu 75 ára afmæli og buðu starfsfólkinu í mat. Við máttum ekki ráða hvar við sátum, svo við lentum á borði með fólki sem við þekktum næstum ekki neitt. Konan við hliðina byrjaði kvöldið með að segja við okkur að það væru reglur í fyrirtækinu um að fólk mætti bara tala dönsku. Við vorum að tala mjög lágt saman á íslensku. Bóndinn þrætti eitthvað við hana og það sljákkaði eitthvað í henni. Þetta er mjög algengt viðhorf hér, og aðalástæðan fyrir að maður má ekki tala sitt móðursmál, er að Danir eru svo hræddir um að við séum að tala um þá. Allir útlendingar sem við sögðum frá þessu í gær, voru alveg hryllilega pirruð yfir þessu. En það er víst lítið við þessu að gera. VIð hættum allavega ekki að tala íslensku. Annars var þetta ágætt kvöld. Maturinn var fínn, en meðlætið frekar lélegt. Við fengum allavega einhver ósköp að borða og drekka.
Bóndinn er búinn að kaupa batterý í videóvélina, svo nú ætti að vera hægt að taka upp einhver video. Málið er sennilega bara að koma sér í það.
Næsta vika er svo bara venjuleg vinnuvika, en svo er hvítasunnan. Eins gott að maður þurfi ekki að vinna tvær heilar vikur í röð.
Annars er víst ekki mikið annað að frétta héðan úr sveitinni.
Kveðja
Gummi, Ragga og gengið
Athugasemdir
Hæ, hæ
Gummi lofaði að sumarið yrði gott fyrst við værum að koma í heimsókn. Hann sagði að besta sumar síðustu ára hefði verið þegar við komum til Aabenraa sumarið 2006. Vonandi reynist það rétt hjá honum. Annars flaug Bragi til Köben í morgun með skólanum og verður þar og í Sviþjóð fram á fimmtudag.
Kveðjur úr Garðinum þar sem sólin skín núna :)
Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.