Grillpartý

Kæru bloggvinir

Hér er ennþá bara leiðindaveður, skýjað og rigning svona á köflum.Við erum orðin ansi langeygð eftir að fá almennilegt sumar. Við erum nú samt ekki búin að missa vonina ennþá. Það er þó eitt jákvætt við þessa vætu. Kartöflugrösin hafa rokið upp, það er vonandi góð spretta undir þeim líka.

Það hefur verið mikið að gera í íþróttafélaginu um helgina. Á föstudagskvöldið var grill fyrir bæjarbúana. Það var mjög vel mætt og ágætis veður, til tilbreytingar. Auður hitti nokkra vini sína frá dagmömmunni og fannst það auðvitað mjög skemmtilegt. Gamla fólkið í bænum varð alveg dauðadrukkið og var víst í vandræðum með að komast heim Í morgun var svo verið að vinna á leiksvæðinu og hreinsa til. Það er nú ekkert venjulega erfitt að finna tíma, ef á að gera eitthvað saman. Fólk virðist vera alveg gríðarlega upptekið.

Við vorum svo heppin að fá notað rúm fyrir Auði Elínu. Hún þarf að fara að sofa í stærra rúmi. Við erum búin að fá svona rúm, sem er pínu hátt og með geymslu undir. Það verður nú spennandi að sjá hvort hún vill sofa í því. En það verður ekkert sett upp fyrr en Helga Rut er farin heim.

Það er nóg að gera í fundahaldi hjá bóndanum. Hann er að fara á fund í íþróttafélaginu á morgun og svo aðalfundur í vinnunni hjá honum á þriðjudaginn. Danir eru óskaplega hrifnir af að halda fundi um allt mögulegt.

Það er loksins búið að fá nýtt batterí í videóvélina, svo við erum að reyna að muna að taka video. Frúin tók video af ungfrúnni um daginn, þegar hún var að syngja með pabba sínum. Hún var nú eitthvað feimin við myndavélina og byrjaði að vera með einhver kjánalæti. Kannski hún venjist þessu.

Jæja það er víst lítið annað að frétta héðan

kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ

Kemur ekki góða veðrið með okkur eftir tæpan mánuð, vonandi þó fyrr ykkar vegna.     Alltaf gaman að lesa pistilinn ykkar en sérstaklega skemmtilegar fréttir síðasta sunnudag um storkinn.

Kveðja úr sólinni í Garðinum 

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband