8.7.2012 | 11:54
Sól og sumarfrí
Kæru bloggvinir
þá er maður kominn í sumarfrí og sólin skín, allavega á köflum. Við biðjum nú ekkert um meira. Það hefur verið alveg prýðilegt veður um helgina. Í gær fórum við í svaka leiðangur. Við þurftum að skila vinnubíl bóndans, svo hann þurfti að fara á´einn stað. Svo keyrðum við til Þýskalands að sækja gos og kanínufóður og svo enduðum við í heimsókn hjá íslensku vinum okkar sem eru nýflutt til Sönderborg. Þar var heldur betur fjör. EKki minnst fyrir Auði Elínu, því hún gat leikið við dóttur þeirra sem er ári eldri. Þeim kemur alveg ótrúlega vel saman. Auðvitað slettist eitthvað upp á vinskapinn, en það er nú ekki við öðru að búast.
Við fórum á markað og í tívolí og það vakti nú mikla lukku. Dömurnar fengu líka að fara á hestbak. Svo það var algjörlega uppgefin ung stúlka sem fór í rúmið í gærkvöldi. Hún svaf líka lengi í morgun. Svo eitthvað hefur þetta nú tekið á. Auður vildi strax fara aftur í heimsókn í dag. En það er nú ekkert á dagskránni. Þau búa ca. 70 km héðan, svo maður skreppur nú ekkert bara í heimsókn. En voða gott fyrir hana að hafa einhvern leikfélaga.
Síðasti dagurinn hjá dagmömmunni var á fimmtudaginn. Hún var leyst út með fullt af gjöfum. Þetta verður nú voða skrýtið, ekki að fara þangað eftir sumarfrí. AUður er alltaf að tala um leikskólann. Það verður spennandi að sjá hvernig hún bregst við þegar hún svo loksins byrjar í byrjun ágúst.
Annars er nú bara verið að slaka aðeins á í dag, það verður að búa sig undir næstu gestalotu. Bragi og Gunna koma á morgun og svo kemur Elli Jón á fimmtudaginn. Það er nú ýmislegt sem á að gera í sumarfríinu, svona eins og venjulega. Það verður að koma í ljós hversu mikið við náum að koma í verk. Við vonum allavega við fáum sæmilegt veður. OKkur finnst nú alveg tími kominn á að við fáum smá sól eftir þetta hundleiðilega vor.
Jæja látum þetta gott heita í bili. Það verður kannski hent inn einhverjum myndum fljótlega
kveðja
Gummi, Ragga og Auður Elín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.