Túristar

Kæru bloggvinir

þá er fyrsta vika í sumarfríi búin. Það er búið að vera nóg að gera með að keyra um landið og sýna gestunum hitt og þetta. Við erum búin að skoða ýmsa staði og fara í búðir. Veðrið hefur nú ekkert verið neitt sérstaklega gott, þó að gestirnir hafi lofað að koma með góða veðrið með sér frá Íslandi.
Í gær fórum við í stórt fiskasafn í Esbjerg. Auður Elín var alveg á útopnu að skoða alla þessa fiska. Maður gat snert skötu og Auði fannst það alveg rosalega spennandi. Svo sá hún líka seli sem fengu mat. Hún var algjörlega búin á því þegar við vorum búin að kíkja á þetta allt.
Í dag fórum við svo í langa ökuferð og skoðuðum herminjasafn og ýmislegt fleira. Það heufr nú verið ágætis veður í dag. En það er ekkert sumar í kortunum, svo sennilega verður þetta svona eitthvað áfram.

Auður er alltaf að pæla í hvenær hún á að fara í leikskólann. Hún skilur víst ekki alveg að maður þarf að vera í sumarfríi. Hún hefur verið nokkuð sátt við nýja rúmið, en er hins vegar farin að koma upp í hjá okkur á hverri nóttu. Það þarf að taka á þessu næstu vikurnar. Hún hefur nú verið mishrifin af þessum flækingi á okkur, en oftast er hún nú mjög ánægð. Hún var óskaplega hrifin af Braga frænda, þangað til Elli bróðir kom, þá var hann aðalstjarnan og er enn. Hún sér ekki sólina fyrir honum. Það verður ekki gaman þegar hann fer heim. En þá er stutt hún fari í leikskólann, svo það verður nóg að gera hjá henni.
Það væri nú mjög gott ef það héngi eitthvað þurrt meðan Elli er hér, því það þarf að mála skúrinn og klæða brenniskúrinn að utan. Það er alltaf nóg að gera hér í sveitinni.

Bragi og Gunna fara heim á morgun, svo þá verður nú ansi tómlegt í kotinu, en Elli verður lengur, svo þetta verður ekki eins slæmt. Það á að nýta veðurblíðuna í dag og grilla. Karlarnir hafa annars grillað í rigningunni, men hafa bara staðið undir sólhlífinni. Sólhlífin hefur því fengið nýtt hlutverk, sem regnhlíf! :) Dönunum finnst við örugglega rugluð að standa í þessu.

Jæja ætli þetta sé ekki komið gott í bili.

Kveðja
Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband