Sólin sýnir sig

KÆru bloggvinir

þá er runninn upp sólríkur sunnudagur. Það er nú eitthvað smá skýjað á köflum, en við erum bara sátt ef hann hangir þurr. Það er búið að vera sæmilegt veður hér siðustu viku. Ekki mjög mikil rigning. Það hefur allavega verið reynt að drífa sig út alla daga.

Karlarnir eru búnir að vera á fullu alla vikuna. Þeir klæddu brenniskúrinn með bárujárni og það er enginn smá munur. Síðan réðust þeir í að tæma loftið inn í geymslu. Loftið var hrunið undan öllu draslinu sem var þarna uppi. Þetta var þvílíkt ógeðslegt. Allt fullt af hálmi og ryki. Þeir fóru víst ekki færri en 7 ferðir á haugana með stútfulla kerrur. Nú er búið að setja upp ljós þarna úti og hreinsa hressilega til, svo það er möguleiki að nota geymsluna eitthvað.
Bóndinn er svo búinn að vera að henda inn fullt af myndum frá hinum ýmsu atburðum. Það var víst orðið ansi langt síðan það var gert. Svo endilega kíkið á það.
Næst á dagskrá er víst bara að klára að klæða skúrinn og ganga frá ýmsu smáræði. Elli greyið verður nú að fá að slaka eitthvað á líka.

Á föstudaginn fengum við vini okkar, Óla og Guðný í heimsókn og Auður var ekkert smá ánægð að hitta dóttur þeirra, hana Arndísi . Hún var nú eitthvað harðhent við hana, en þær voru nú ekki lengi að sættast. Arndís vildi allavega alls ekki fara heim og Auður Elín hefur ekki talað um annað en að heimsækja hana síðan. Svo þetta hefur nú sennilega ekki verið mjög slæmt. Í gær var svo bara slakað á, ég held það hafi ekki gerst i marga mánuði að við höfum legið í leti í næstum heilan dag. Í morgun var svo ákveðið að skella sér í sund. Við fórum í aðra laug en venjulega og í byrjun var Auður Elín nú eitthvað óhress, en svo jafnaði hún sig og vildi alls ekki fara heim aftur. Þessi sundlaug er mun barnavænni en hin sem við erum vön að fara í, svo það var gaman að prófa.

Frúin kastaði sér út í að prófa að nota rabarbarann í eitthvað annað en sultu. Hún bjó til einhverja rabarbaraböku og hún var bara alveg ljómandi góð. Grænmetið í garðinum hefur tekið vel við sér undanfarið og kartöflurnar eru orðnar vel stórar. Rófurnar og gulræturnar hafa líka tekist mun betur í ár en á síðasta ári.

Veðurspáin lítur vel út fyrir næstu viku, svo við vonum það gangi eftir.

Kveðja
Gummi og gengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl og takk fyrir síðast.

Jæja það er nú gott að veðrið er að lagast hjá ykkur en það er líka að versna hjá okkur. Hífandi rok og rigning um helgina en það reyndar veitti ekki af rigningunni. Gaman að skoða myndirnar hjá ykkur. Svo hefur verið farið í framkvæmdir þegar þið voruð laus við sveitavarginn. Annars er allt gott að frétta héðan.

Kveðja úr Garðinum

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband