29.7.2012 | 12:56
Bongóblíða
Kæru bloggvinir
hér hafa verið nokkrir frábærir sólardagar undanfarið. En í dag og í gær hefur nú verið skýjað og þeir spá því eitthvað áfram. Það er búið að nýta vel sólina og gera ýmislegt skemmtilegt. Á fimmtudaginn fórum við til vina okkar í Sönderborg og fórum á ströndina, Auður var alveg að fíla það í botn og sofnaði nánast um leið og hún lagðist á koddann um kvöldið. Í gær var farið með vinum okkar í leikjagarð í Þýskalandi. Þar voru alls konar leiktæki og Auður og Arndís voru alveg á útopnu. Í dag eru bóndinn og Óli vinur hans svo að smíða umgjörð fyrir nýja hurð á geymsluna. Við þurfum svo að kaupa þakplötur á það og svo ætti það að halda vatni og vindum. Fyrir utan nú að þetta lítur mun betur út þegar það er búið að lappa upp á þetta.
Auður verður örugglega alveg ómöguleg þegar hún verður bara ein með mömmu sinni og pabba á morgun með engan að leika við. Hún byrjar svo í leikskólanum á miðvikudaginn. Það verður nú spennandi að vita hvernig það gengur. Hún hitti gömlu dagmömmuna sína í vikunni og það voru nú fagnaðarfundir. Hún er sennilega ekki búin að fatta alveg að hún á ekki að vera hjá henni meira.
Það er búið að ná að gera margt af því sem var á dagskránni í fríinu, En það er nú alltaf eitthvað eftir. Við verðum senilega seint atvinnulaus hérna í sveitinni.
Það var auglýst grillkvöld hér í Tiset á fimmtudaginn. Við héldum þetta væri svona kvöld, þar sem maður kemur með mat og grillar á stóru grilli. Þegar við komum á staðinn var þetta mest eldra fólkið í bænum sem var að spila einhverja boltaleiki og svo átti að grilla pylsur seint um kvöldið. Við létum okkur því bara hverfa aftur, því Auður þurfti að fara í rúmið.
Elli er farinn frá okkur. Hann hefur verið rosa duglegur að hjálpa pabba sínum. Enginn smá munur að fá svona hjálp. Það er ansi tómlegt núna þegar hann er farinn.
Bóndinn er svo að byrja að vinna aftur á morgun, en frúin verður heima í næstu viku til að geta vanið Auði á leikskólann.
Frúin fór í skoðun hjá ljósmóður í síðustu viku. Hún fékk svo sem ekki mikið út úr því annað en að þetta var allt eðlilegt. Næsta skoðun er svo eftir 4 vikur. Frúin komst að því að fæðingardeildin sem hún ætlaði að fæða er að loka, svo hún þarf að finna sér annan stað að fæða á. Það þýðir auðvitað að maður þarf að keyra minnst í 45 mínútur til að komast á sjúkrahús. Í staðinn fyrir að keyra í hálftíma. Það þarf því að finna út úr því hvert maður á að fara. Allavega gott að hafa tíma til að pæla í því, í staðinn fyrir að komast að því þegar maður á að fæða. En við þurfum auðvitað líka að pæla í að hafa einhvern til að passa Auði. Ef maður þarf að fara á sjúkrahúsið um miðjan virkan dag, þá er fólk náttúrlega í vinnu. En við verðum eitthvað að reyna að finna út úr því.
Jæja best að fara að sinna gestunum.
kveðja
Gummi, Ragga og AUður Elín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.