Sól í heiði

Kæru bloggvinir
hér skín sólin í dag. En í gær mígrigndi mestallan daginn. Það er búið að vera ansi blandað veður síðustu vikuna. En maður er nú svo sem ánægður þegar það sést aðeins til sólar.

Það er auðvitað búið að nýta tímann vel síðustu viku. Bóndinn hefur bara verið að vinna á morgnana og svo seinnipartinn, svo maður hefur nýtt tímann miðjuna úr deginum. Auður fór í smá heimsókn á leikskólann á þriðjudaginn. Henni leist nú bara mjög vel á, en fannst þetta nú samt eitthvað skrýtið. Á miðvikudaginn var hún svo skilin eftir í nokkra tíma. Það gekk stórslysalaust. Hún var svo aðeins lengur fimmtudag og föstudag. Hún er nú ennþá pínu óörugg, og heldur sig nálægt starfsfólkinu. Á morgun byrjar frúin svo að vinna aftur og ungfrúin þarf að vera heilan dag á leikskólanum. En það á nú örugglega eftir að ganga fínt. Starfsfólkið virkar mjög almennilegt, svo við vonum það haldist bara. Það eru ennþá mjög margir krakkar í sumarfríi, svo það er nú frekar rólegt þarna núna. Það er fínt, svona til að byrja með.

Í gær voru Gummi og Óli vinur hans allan daginn að vinna í að klára að setja þakið á skúrinn og kláruðu það og settu líka upp útidyraljós. Aldeilis munur að hafa loksins almennilega lýsingu hér fyrir utan. Það er líka rosa munur eftir þeir löguðu skúrinn og settu nýja hurð. Bóndinn setur kannski nýjar myndir af herlegheitunum inn fljótlega. Auður hafði leikfélaga í allan gærdag og er því alveg búin á því í dag. Þær stöllur voru voða duglegar að leika sér saman. Það slettist nú samt eitthvað upp á vinskapinn nokkrum sinnum, en ekkert alvarlegt. Þeim tókst að krota á vegginn inni hjá ungfrúnni, við mikla hrifningu móðurinnar.

Stefnan er svo að taka því rólega það sem eftir er dags. Ekki seinna vænna en að taka því rólega, svona rétt áður en hversdagsleikinn bankar upp á aftur.

Kveðja
Gummi, Ragga og Auður Elín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband