Sumarið lætur sjá sig

Kæru bloggvinir
hér hefur sumarið eitthvað verið að sýna sig í gær og í dag. Það er brjáluð blíða og við erum búin að vera að pæla í því í allan morgun, hvernig eigi að nýta daginn. Eftir ansi annasama mánuði hefur verið ákveðið að taka því rólega. Spurning hvort það takist.
Í gær var heldur betur tekið á því hér í bakgarðinum. Gummi fékk hjálp frá nágrannanum og Óla. Svo var ráðist í að fræsa upp garðinn. Það var ótrúlega mikið rusl sem kom upp. Það virðist vera endalaust rusl í jörðinni hérna. Það kemur manni svo sem ekkert a óvart lengur. En nágrönnum okkar fannst þetta nú full mikið af því góða. Nú eru þeir félagar búnir að fræsa, sá grasfræi og valta yfir. Nú er svo verið að vökva. Það er spennandi að sjá hvort það kemur eitthvað grasfræ upp úr þessu.
Ungfrúin er búin að vera á fullu í leikskólanum þessa viku. Hún var nú ansi þreytt í gær og eftir sig eftir vikuna. Þetta reynir tölivert á að venjast öllu þessu nýja. En hún virðist nú vera orðinn sáttari við þetta allt saman.
Bóndinn átti afmæli í vikunni og er planið að fara út að borða í dag í tilefni þess. Það var ekki tími til þess í síðustu viku.
Annars er lífið nú bara að færast í samt horf aftur eftir sumarfrí. Í næstu viku kemur svo tengdó. Hún lendir um miðja nótt, svo bóndinn er búin að fá frí í vinnunni daginn eftir. Annars væri hann nú ekki upp á mikla fiska. Við erum svo heppin að hafa ömmu á staðnum, því á föstudaginn er ömmu og afadagur í leikskólanum. Þá eiga börnin að koma með ömmu sína og afa og það er einhver dagskrá. Þetta er náttúrlega sniðugt, en samt frekar leiðilegt, fyrir þau börn sem annað hvort ekki eiga ömmu og afa eða eiga ömmu og afa sem búa langt í burtu. Við sjáum til hvort Helga amma er fáanleg tli að taka þátt í þessu. Það er ekki víst að við verðum svo heppin að hafa ömmu til að taka þátt í þessu næstu árin.
Það voru teknar einhverjar myndir af framkvæmdunum í gær. Það verður að reyna að koma þeim í tölvutækt form fljótlega.

Jæja ætli sé ekki best að fara að viðra sig

KVeðja
Gummi, Ragga og Auður Elín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband