26.8.2012 | 12:23
Bæjarhátíð
Kæru bloggvinir
hér hefur rignt eldi og brennisteini mestalla helgina. Það er því búið að vera ansi vætusamt á bæjarhátíðinni. Það virðist nú eitthvað vera að rofa til núna, en það er spurning hversu lengi það helst.
Bóndinn er búinn að vera að undirbúa þetta flest kvöld í síðustu viku og svo er ýmislegt búið að vera í gangi síðustu daga. Það er nú mjög misjafnt hversu vel það er sótt og sérstaklega hefur vantað fólk þegar mest hefur rignt. En það er svo sem ekki við öðru að búast.
Í gær komu Óli og Guðný og Arndís og við vorum eiginlega allan daginn niður á íþróttavelli. Þær stöllur urðu algjörlega gegndrepa, en það virtist nú ekki mikið há þeim. Við grilluðum svo þarna niður frá í gær. Auður var á fullu bæði föstudag og laugardag og var algjörlega búin á því á kvöldin. Það tók hana örugglega ekki meira en 5 mínútur að sofna. En henni hefur fundist þetta rosa skemmtilegt og verið dugleg að leika við krakkana.
Föðuramma hennar kom í heimsókn í vikunni og það hefur ungfrúnni ekki þótt mjög leiðilegt. Það var ömmu og afadagur í leikskólanum á föstudaginn, svo amman var dregin með að sækja dömuna og hún fékk að sjá stofuna henner og svoleiðis. Það er náttúrlega voða sniðugt að hafa svona, en leiðilegt fyrir þau börn sem annaðhvort ekki eiga ömmu og afa í nágrenninu eða hafa ekki samband við þau. En Dönunum finnst þetta rosalega sniðugt.
Við létum verða af því að kaupa okkur nýja myndavél í afmælisgjöf. Sú sem við áttum fyrir var orðin 9 ára gömul og eiginlega búín að gera skyldu sína. Skjárinn á henni var líka orðinn svo lítill að bóndinn var eiginlega hættur að sjá á hann. Það er eitthvað búið að vera að taka myndir, en þær eru ekki komnar lengra.
Það er strax farið að koma gras í bakgarðinn, sem við sáðum í um daginn. Það hefur allavega ekki þurft að vökva mikið, eins og það hefur rignt undanfarið. Það hefur samt verið nokkuð hlýtt.
Jæja best að láta þetta nægja í bili
kveðja
Gummi, Ragga og Auður Elín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.