Haustverkin hafin

Kæru bloggvinir

Þá er haustið víst mætt á svæðið. Það er ennþá ágætlega heitt á daginn, en frekar kalt á nóttunni og á morgnana. Það er greinilega haust í lofti.
Bóndinn réðist í það í gær að mála skúrinn sem hann var að klæða í sumar. Það náðist ekki alveg að klára það, þar sem málningin kláraðist. Sumt af timbrinu sem er á skúrnum er mjög gamalt og sýgur alveg rosalega mikla málningu í sig. En það versta er allavega búið.

Bóndinn er búinn að setja inn myndir af hinu og þessu. Endilega kíkið á það. Frúin dreif í að taka upp kartöflurnar í gær. Það var nú ekki mikið eftir, en frúin komst að því að þetta var pínu erfitt þegar maður er óléttur. Það endaði því með því að hún sat á rassgatinu og tók upp. Það voru víst líka teknar myndir af þeim adförum. Það er ekki ví st að frúin sé mjög stolt af því, en gott að vera búin að þessu. Uppskeran var nú ekkert gríðarleg, en þær kartöflur sem við fengum voru mjög fínar.

Í morgun var okkur svo boðið í morgunkaffi hjá vinafólki okkar. Þau er líka búin að lofa að passa Auði þegar við förum á fæðingardeildina. Þau eru alltaf heims, svo þau geta tekið hana hvenær sem er sólarhringsins.

Nú eru flest stórverkefni sumarsins að verða búin, en það er nú mjög líklegt að bóndinn finni eitthvað að gera. Hann fer varla að sitja aðgerðalaus.

Auður Elín er að verða meira örugg og ánægð í leikskólanum. Hún virðist bara þurfa tíma til að venja sig við þetta. þau fóru með strætó til Ribe á föstudaginn og það var víst rosalega mikið sport. Hún hefur aldrei farið í svona stóra rútu, bara lest og flugvél.

Planið er svo að slappa af í dag, af því það hefur nú nánast ekki gerst í langan tíma.

Kveðja
Gummi, Ragga og Auður Elín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl

Gaman að skoða myndirnar, alltaf nóg að gera hjá ykkur. Alltaf að verða fínna og fínna hjá ykkur. Hér hefur rignt síðustu daga og við nenntum ekki út í rigninguna í gærkvöldi til að sjá flugeldasýninguna á Ljósanótt. Kíktum á sýnignar í gærdag og Bragi var að syngja með Víkingunum. Við erum orðin svotil ein í kotinu, Einar flutti til Reykjavíkur um helgina, fékk leigt hjá eldri konu og vonandi gengur það bara vel.

Kærar kveðjur frá öllum og sérstakar kveðjur til duglegu leikskólastelpunnar.

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband